Að venju sendir körfuknattleiksdeild Tindastóls stóran hóp iðkenda í Úrvalsbúðir KKÍ sem haldnar eru tvær helgar á hverju sumri. Eru búðir þessar undanfari yngri landsliðanna og fyrsta stigið í afreksstigi KKÍ.

Alltaf eru þrír árgangar kallaðir til leiks á hverju ári og að þessu sinni eru það iðkendur sem fæddir eru 1999, 2000 og 2001. Æfingarnar verða á höfuðborgasvæðinu 2. – 3. júní og 25. og 26. ágúst.

Þjálfara félagsliða innan KKÍ velja iðkendur í þessar búðir og hér fyrir neðan má sjá listann sem Tindastóll sendir inn þetta sumarið. Valið er ávallt erfitt fyrir þjálfarana því margir eru til kallaðir. Þessar tilnefningar geta tekið breytingum á milli ára og þó einhver sé valinn í ár, er ekki þar með sagt að hann eigi víst sæti á næsta ári.

  • Haraldur Viðar Bjarkason 1999
  • Örvar Pálmi Örvarsson 1999
  • Halldór Broddi Þorsteinsson 1999
  • Jón Grétar Guðmundsson 1999
  • Haukur Sindri Karlsson 1999
  • Dagmar Björg Rúnarsdóttir 1999
  • Hafdís Lind Sigurjónsdóttir 1999
  • Bjarkey Birta Gissurardóttir 1999
  • Andri Snær Ásmundsson 2000
  • Hlynur Örn Þrastarson 2000
  • Gunnar Valur Jónsson 2000
  • Hera Sigrún Ásbjarnardóttir 2000
  • Alexandra Ósk Guðjónsdóttir 2000
  • Áróra Árnadóttir 2000
  • Berglind Ósk Skaptadóttir 2000
  • Sigrún Þóra Karlsdóttir 2000
  • Telma Ösp Einarsdóttir 2000
  • Haukur Steinn Ragnarsson 2001
  • Víkingur Ævar Vignisson 2001
  • Skírnir Már Skaftason 2001
  • Ragnar Ágústsson 2001
  • Anna Sóley Jónsdóttir 2001