Category Archives: Fjallabyggð

Auto Added by WPeMatico

Vilji er allt sem þarf – endurminningar séra Vigfúsar Þórs Árnasonar

Séra Vigfús Þór Árnason lét af störfum fyrr á þessu ári eftir að hafa þjónað sem sóknarprestur í 40 ár, fyrst á Siglufirði og seinni hluta starfsævinnar í Grafarvogi.  Vigfús Þór hefur oft farið ótroðnar slóðir og segir hér sögu sína hispurslaust og af hreinskilni, gædda því einstaka skopskyni sem honum er svo eðlislægt að beita. Hér segir meðal annars Continue reading Vilji er allt sem þarf – endurminningar séra Vigfúsar Þórs Árnasonar

Nýr þjálfari hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur ráðið fyrrum leikmann Leifturs,  Slobodan Milo Milisic (50 ára) sem þjálfara liðsins næstu tvö árin. Milo lék með Leiftri í Ólafsfirði á árunum 1994-1997, alls 54 leiki, en lék síðar með ÍA og KA, alls 146 leiki með meistaraflokki. Hann þjálfaði KA árið 2006-2007 og BÍ/Bolungarvík árið 2008. Sonur hans, Aksentije Milisic lék sem lánsmaður hjá KF Continue reading Nýr þjálfari hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar

Útivist og hreyfing kennd í Grunnskóla Fjallabyggðar

Í Grunnskóla Fjallabyggðar geta krakkar á unglingastigi sótt um valáfangann Útivist og hreyfing. Kennari er María B. Leifsdóttir. Útivistaráfangar eru einnig kenndir í Menntaskólanum á Tröllaskaga og er þetta því góður undirbúningur fyrir það. Í október fór hópur krakka frá Héðinsfirði og yfir í Skútudal á Siglufirði, en það er vinsæl gönguleið í Fjallabyggð.

Kennarar í Fjallabyggð afhentu bæjarstjóra undirskriftir

Kennarar við Grunnskóla Fjallabyggðar afhentu í dag Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra Fjallabyggðar, kröfu frá kennurum til sveitarfélagsins ásamt rúmlega 3000 undirskriftum frá kennurum víðsvegar um landið. Krafist var þess að sveitarfélagið bregðist við þeim bráða vanda sem skapast hefur í skólakerfinu vegna hættulegra og rangra áherslna í kjarastefnu sveitarfélaga gagnvart grunnskólakennurum.  

Mótmæla harðlega úthlutun byggðakvóta í Skagafirði

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016-2017. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 19 þorskígildistonnum til Hofsóss en engum byggðakvóta til Sauðárkróks. Niðurstaða þessi er með öllu óásættanleg og ljóst að reglur um úthlutun byggðakvóta mæta engan veginn tilgangi þess að úthluta byggðakvóta til byggðarlaga sem standa höllum fæti, Continue reading Mótmæla harðlega úthlutun byggðakvóta í Skagafirði