Category Archives: Fjallabyggð

Auto Added by WPeMatico

Staðan í samgöngumálum í Fjallabyggð

Undanfarið hafa Ólafsfjarðarvegur og Siglufjarðarvegur, tengingar Fjallabyggðar við nágrannasveitarfélög og landið allt, ítrekað lokast vegna ófærðar, snjóflóða og snjóflóðahættu. Vegna lokana nú sem og ítrekaðra lokana á síðasta vetri vill bæjarráð Fjallabyggðar leggja á það ríka áherslu að nú þegar verði brugðist við af hálfu ríkisvaldsins, þess aðila sem ber ábyrgð á uppbyggingu og viðhaldi samgangna. Það er með öllu óásættanlegt að fram undan séu, ef ekkert er að gert og áætlunum ekki breytt, áratugir án úrbóta í samgöngumálum sveitarfélagsins. Þar er vísað til fyrirliggjandi samgönguáætlunar og þess að ríkisvaldið hefur með áætluninni markað þá stefnu að einungis skuli unnið að einum jarðgöngum á hverjum tíma.

Bæjarráð Fjallabyggðar leggur á það ríka áherslu að nú þegar verði, með skýrum hætti, hafist handa við undirbúning framkvæmda sem nauðsynlegar eru til að leysa af hólmi, annars vegar veginn um Ólafsfjarðarmúla og hins vegar veginn um Almenninga.

Texti: Aðsend fréttatilkynning.

Gistihúsið Hvanneyri á Siglufirði lokað í sumar

Enginn rekstur hefur verið um nokkra hríð á hinu fornfræga Gistihúsi Hvanneyri við Aðalgötu 10 á Siglufirði. Nýir eigendur tóku við á síðasta ári en undanfarið hefur ekki verið rekstur í húsinu. Samkvæmt upplýsingum frá eigenda stendur til að hefja rekstur aftur í haust. Nokkur tilboð hafa komið í eignina sem hefur verið hafnað, þótt hún sé ekki formlega til sölu.  Heimasíðu Gistihússins hefur verið lokað, en hún var á slóðinni www.hvanneyri.com.

Húsið var byggt sem hótel árið 1935, á síldarárunum góðu þegar uppgangur var hvað mestur á Siglufirði. Frá þeim tíma hefur ýmis starfsemi verið þar til húsa, t.d. Sparisjóður Siglufjarðar og Tónskólinn á Siglufirði. Um tíma átti Þormóður Rammi húsið og var með rekstur sinn þar, en var síðan aftur tekið í gegn og gert að gistiheimili.

Gistihúsið er á fjórum hæðum og alls hefur verið hægt að taka á móti sextíu manns. Hjá fyrri eigenda var boðið er upp á bæði svefnpokapláss og uppbúin rúm. Í húsinu er koníakstofa og morgunverðarsalur.

Vilji er allt sem þarf – endurminningar séra Vigfúsar Þórs Árnasonar

Séra Vigfús Þór Árnason lét af störfum fyrr á þessu ári eftir að hafa þjónað sem sóknarprestur í 40 ár, fyrst á Siglufirði og seinni hluta starfsævinnar í Grafarvogi.  Vigfús Þór hefur oft farið ótroðnar slóðir og segir hér sögu sína hispurslaust og af hreinskilni, gædda því einstaka skopskyni sem honum er svo eðlislægt að beita. Hér segir meðal annars Continue reading Vilji er allt sem þarf – endurminningar séra Vigfúsar Þórs Árnasonar

Nýr þjálfari hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur ráðið fyrrum leikmann Leifturs,  Slobodan Milo Milisic (50 ára) sem þjálfara liðsins næstu tvö árin. Milo lék með Leiftri í Ólafsfirði á árunum 1994-1997, alls 54 leiki, en lék síðar með ÍA og KA, alls 146 leiki með meistaraflokki. Hann þjálfaði KA árið 2006-2007 og BÍ/Bolungarvík árið 2008. Sonur hans, Aksentije Milisic lék sem lánsmaður hjá KF Continue reading Nýr þjálfari hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar

Útivist og hreyfing kennd í Grunnskóla Fjallabyggðar

Í Grunnskóla Fjallabyggðar geta krakkar á unglingastigi sótt um valáfangann Útivist og hreyfing. Kennari er María B. Leifsdóttir. Útivistaráfangar eru einnig kenndir í Menntaskólanum á Tröllaskaga og er þetta því góður undirbúningur fyrir það. Í október fór hópur krakka frá Héðinsfirði og yfir í Skútudal á Siglufirði, en það er vinsæl gönguleið í Fjallabyggð.

Kennarar í Fjallabyggð afhentu bæjarstjóra undirskriftir

Kennarar við Grunnskóla Fjallabyggðar afhentu í dag Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra Fjallabyggðar, kröfu frá kennurum til sveitarfélagsins ásamt rúmlega 3000 undirskriftum frá kennurum víðsvegar um landið. Krafist var þess að sveitarfélagið bregðist við þeim bráða vanda sem skapast hefur í skólakerfinu vegna hættulegra og rangra áherslna í kjarastefnu sveitarfélaga gagnvart grunnskólakennurum.  

Mótmæla harðlega úthlutun byggðakvóta í Skagafirði

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016-2017. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 19 þorskígildistonnum til Hofsóss en engum byggðakvóta til Sauðárkróks. Niðurstaða þessi er með öllu óásættanleg og ljóst að reglur um úthlutun byggðakvóta mæta engan veginn tilgangi þess að úthluta byggðakvóta til byggðarlaga sem standa höllum fæti, Continue reading Mótmæla harðlega úthlutun byggðakvóta í Skagafirði