Skíðasvæðið í Tindastól

Upplýsingar um Skíðasvæðið:

  • Skíðaskáli: 453-6707
  • Uppl. um veður og færð: 878-3043
  • Skíðalyfta: Viggó Jónsson HS: 453-5913 GSM:899-9073

Almennt um skíðasvæðið

Skíðasvæðið er í vestanverðum Tindastól í dal sem heitir Ytridalur.  Dalurinn nær suður að Þröskuldi og norður að Lambárbotnum. Neðsti hluti hlíðarinnar heitir Lambárbreiður. Þar er fremur snjóþungt enda svæðið í vari fyrir norðanátt.

Svæðið er í 15 km fjarlægð frá Sauðárkróki.

Lyftan byrjar í 445m hæð yfir sjó og liggur upp í 690 m hæð. Fyrstu 300 metrarnir eru hentugir fyrir byrjendur og þá sem ekki treysta sér í mikinn bratta, svo auðvelt er fyrir alla fjölskylduna að koma til okkar á skíði.

Göngubraut er troðin alla daga sem opið er á svæðinu. Troðinn er 4-5 km hringur í fjölbreyttu landslagi sunnan við lyftuna, en einnig er hægt að fara styttri hring á tiltölulega sléttu svæði. Hér er Tindastólsgangan haldin árlega, en hún er hluti af Íslandsgöngu Skíðasambandsins.

Ekki má gleyma fólkinu sem er á brettum, við bjóðum þeim að leika sér í giljum sem eru þarna á svæðinu að ógleymdum Lambárbotnunum sjálfum sem eru nánast lóðréttir og rennslið er um 3km

Lyftan
Lyftan er diskalyfta og var opnuð 5. febrúar árið 2000. Lyftan er mjög fullkomin, og er hægt að stilla ganghraða hennar eftir aðstæðum í hvert sinn, hraðast ber hún mann á toppinn á 5,2 mín. Lyftan afkastar mest um 900 manns á klukkustund.

Skíðaskálinn
Skíðaskálinn á sér langa sögu. Hann hefur þjónað Skagfirðingum í tugi ára, fyrst sem flugstöðvarbygging við Sauðárkróksflugvöll, síðar sem skíðaskáli á gamla svæðinu og nú á hinu nýrra.

Þar er boðið upp á kaffi og kakó en er einnig að finna skíðaleigu með svigskíðum, gönguskíðum og brettum af ýmsum stærðum.