Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með færð og veðri en gul veðurviðvörun er fyrir umdæmið í dag. Björgunarsveitir eru að störfum á Vatnsskarði en þar eru nokkrir bílar fastir og ökumenn í vandræðum í mjög slæmu veðri. Búið er að loka Öxnadalsheiði.
Þjóðvegurinn um Langadal er mjög erfiður yfirferðar. Nánast ekkert skyggni og blindhríð. Björgunarsveitir eru að störfum á Vatnsskarði eins og áður hefur komið fram og þar eru ökumenn allt að 70 bifreiða í vandræðum. Búið er að loka þjóðveginum um Vatnsskarð og eru vegfarendur góðfúslega beðnir um að vera alls ekki á ferðinni á þessum slóðum.