Category Archives: Siglufjörður

Auto Added by WPeMatico

Byggðarráð Skagafjarðar þrýstir á jarðgöng milli Fljóta og Siglufjarðar

Á undanförnum árum hefur Sveitarfélagið Skagafjörður þrýst mjög á þingmenn og Vegagerðina um hröðun undirbúnings og framkvæmda við jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar. Nú sem aldrei fyrr er lífsnauðsynlegt að göngin komist til framkvæmda því jarðsig, skriðuföll og grjóthrun hefur verið með mesta móti á undanförnum misserum eins og þeir þekkja sem aka daglega um veginn. Tíðar jarðskjálftahrinur úti fyrir Tröllaskaga eru ekki til að bæta ástandið. Það er mál manna að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær Siglufjarðarvegur rofnar á löngum kafla.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á alþingismenn og samgönguráðherra að tryggja að undirbúningi jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar verði lokið sem fyrst og tryggja fjármögnun til að framkvæmdir við gerð þeirra geti hafist innan tíðar. Byggðarráð hvetur Vegagerðina jafnframt til að hafa heimamenn í Fljótum og á Siglufirði með í ráðum við greiningu á heppilegri legu ganganna.

Þetta kom fram á síðasta fundi Byggðarráðs Skagafjarðar.

Vilji er allt sem þarf – endurminningar séra Vigfúsar Þórs Árnasonar

Séra Vigfús Þór Árnason lét af störfum fyrr á þessu ári eftir að hafa þjónað sem sóknarprestur í 40 ár, fyrst á Siglufirði og seinni hluta starfsævinnar í Grafarvogi.  Vigfús Þór hefur oft farið ótroðnar slóðir og segir hér sögu sína hispurslaust og af hreinskilni, gædda því einstaka skopskyni sem honum er svo eðlislægt að beita. Hér segir meðal annars Continue reading Vilji er allt sem þarf – endurminningar séra Vigfúsar Þórs Árnasonar