Category Archives: Norðurland

Kirkjutröppuhlaupið á Akureyri

Kirkjutröppuhlaupið við Akureyrarkirkju er árlegur viðburður á “Íslensku Sumarleikunum” og er í boði Hamborgarafabrikkunnar og Hótel Kea. Hlaupið fer fram föstudaginn 2. ágúst kl. 16:00.

Í ár verður keppt í fjórum aldursflokkum, fyrirtæki og félagasamtök taka nú einnig þátt eins og árið áður.
Boðið er upp á andlitsmálun fyrir börnin sem gerir keppnina enn skemmtilegri.
Þátttakendur þurfa að skrá sig og mæta í búning.

Það er nóg að mæta með skrautlegan hatt, skíðagleraugu og svo framvegis. Einnig getur andlitsmálun talist sem búningur.

Reglur

Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum:
1. flokkur 6 ára og yngri
2. flokkur 7-10 ára
3. flokkur 11-13 ára
4. flokkur 14 ára og eldri

Keppni fyrirtækja og félagasamtaka

Þetta er nýjung í Kirkjutröppuhlaupinu og þurfa minnst þrír að vera í liði. Fyrirtæki og félagasamtök keppa sín á milli og er meðaltalið af þremur bestu tímunum innan liðs reiknaður út og segir til um hver vinnur.
Í vinning er farandbikar sem hvert fyrirtæki og félagasamtök geta verið stolt að hafa í sínum fórum næsta árið.

Í lok keppninnar fer fram verðlaunaafhending þar sem spretthörðustu hetjurnar í Kirkjutröppuhlaupinu í hverjum flokki fá verðlaun.

KF vann Álftanes í fimm marka leik – Umfjöllun í boði Aðalbakarís og Arion banka

Aðalbakarí Siglufirði og Arion banki í Fjallabyggð styðja við umfjöllun um leiki KF í sumar. Aðalbakarí er aðalstyrktaraðili og Arion banki er styrktaraðili allra frétta um KF í sumar.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Álfanes(UMFÁ) á Ólafsfjarðarvelli í dag í 13. umferð 3. deildar karla. Liðin mættust í byrjun maí á Bessastaðavelli og lauk leiknum þar með 1-1 jafntefli. Þjálfari KF gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik, sem var sigurleikur gegn Augnablik. Inn í liðið voru komnir Hákon Leó, Óliver, Vitor og Valur Reykjalín. KF  var í 3. sæti deildarinnar fyrir þennan leik, en fjögur lið keppa nú um efstu tvö sætin sem gefa sæti í 2. deildinni. Álftanes var í 7. sæti fyrir þennan leik. Völlurinn var í fínu ástandi, hitinn rúmlega 10 stig og  vindur um 5-6 m/s á meðan á leiknum stóð.

KF byrjaði leikinn vel og undir lok fyrri hálfleiks dró til tíðinda markahrókurinn Alexander Már kom heimamönnum yfir 13. deildarmark fyrir KF í sumar og kom þeim í 1-0. Nokkrum mínútum síðar komst KF í 2-0 þegar gestirnir gerðu sjálfsmark, og var KF því í þægilegri stöðu í hálfleik.

KF strákarnir byrjuðu síðari hálfleik af krafti og skoruðu á upphafsmínútunum, en þar var aftur að  verki Alexander Már, með sitt 14. mark í sumar. Flestir töldu nú sigurinn vísan í stöðunni 3-0 á heimavelli, en nánast allur seinni hálfleikur var eftir.

Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum kveiknaði smá von hjá Álftanesi þegar þeir skoruðu sitt fyrsta mark og breyttu stöðuniu í 3-1. Enn hitnaði undir KF þegar Álftanes minnkaði enn muninn þegar um 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, og staðan orðin 3-2. Heimamenn héldu þó út og kláruðu leikinn, lokatölur 3-2 á Ólafsfjarðarvelli.

KF komst upp í 2. sætið með þessum sigri og er aðeins þremur stigum á eftir Kórdrengjum. Næsti leikur KF verður gegn KH á Valsvellinum, laugardaginn 27. júlí.

 

Image may contain: one or more people, grass and outdoor

Súlur Vertical hlaupið á Akureyri um Verslunarmannahelgina

Súlur Vertical hlaupið verður haldið laugardaginn 3. ágúst á Akureyri. Þetta er í þriðja skiptið sem hlaupið er haldið en um er að ræða spennandi áskorun fyrir alla hlaupara og fjallagarpa. Í boði eru tvær vegalengdir. Lengri leiðin er 28 km með um 1400 m hækkun (1 ITRA punktur) og styttri leiðin er 18 km með 450 m hækkun. Hlaupið hefst klukkan 10:00 í Kjarnaskógi, Hömrum.

Í ár mun Hayden Hawks mæta til leiks í Súlur Vertical. Það er mikill heiður að fá Hayden í þetta hlaup því hann er einn besti ofurhlaupari heims og er nr. 4 á heimslista ITRA. Fyrir utan að vera einn besti ofurhlaupari heims þá á hann tímann 28.53 í 10.000 m á braut og 13.51 í 5000 m brautarhlaupi.

Föstudaginn 2. ágúst kl:17:00 verður Hayden Hawks með fyrirlestur á Akureyri um utanvegahlaup.

Glæsileg verðlaun fyrir fyrstu þrjá í karla- og kvennaflokki í báðum vegalengdum.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram á hlaup.is:

https://www.facebook.com/VerticalSulur/

Image may contain: mountain, sky, cloud, outdoor and nature

Dalvík vann KFG

Dalvík/Reynir mætti liði KFG í gær í Boganum á Akureyri í 2. deild karla í knattspyrnu. Liðin voru í 8.-9. sæti deildarinnar fyrir þennan leik og var því mjög mikilvægur fyrir bæði lið til að brjóta sér leið frá fallbaráttunni. KFG vann fyrri viðureignina í vor með 1-0 sigri.

Liðin eru bæði nýliðar í 2. deildinni í ár, en liðin léku saman árin 2018 og 2017 í 3. deildinni og hafa því leikið reglulega gegn hvort öðru síðustu árin. Í fyrra þá vann D/R heimaleikinn 2-0 og gerðu liðin jafntefli á heimavelli KFG. Árið 2017 þá vann D/R útileikinn og KFG vann á Dalvíkurvelli. Fyrirfram var búist við jöfnum leik og sú varð raunin.

D/R tók forystu seint í fyrri hálfleik með marki frá Pálma Heiðmann og var 1-0 yfir í hálfleik. Síðustu 10 mínútur leiksins voru fjörugar, en KFG jafnaði leikinn þegar um 8 mínútur voru eftir af leiknum og var staðan 1-1. D/R strákarnir gáfust ekki upp og skoruðu sigurmarkið aðeins nokkrum mínútum síðar og tryggðu sér þrjú stigin í þessum mikilvæga leik. Númi Kárason gerði gerði síðara markið, en hann hafði komið inná sem varamaður á 70. mínútu.

Dalvík/Reynir skaust tímabundið upp í 4. sæti deildarinnar, en fjórir leikir fara fram í deildinni í dag og gæti sú staða breyst eftir þá leiki.

Gangamót Greifans ræst frá Sigló hótel

Gangamót Greifans fer fram fimmtudaginn 25. júlí og er hluti af Hjólreiðahátíð Greifans sem fram fer dagana 24.-28. júlí á Akureyri. Í Gangamóti Greifans verður ræst klukkan 18:00 frá Sigló Hótel á Siglufirði og hjólað til Akureyrar. Endamörk verða við skíðahótel í Hlíðarfjalli og á svæði Bílaklúbbs Akureyrar og er endamark misjafnt eftir hópum. Hægt er að sækja keppnishandbókina á vef hfa.is.

Dagskrá:

15:30 – 17:00 Afhending keppnisgagna á Sigló Hótel á Siglufirði
17:45 Fundur með keppnisstjóra og dómurum við rásmark
18:00 1. ræsing – Elite + U23 Karlar
18:03 2. ræsing – Elite + U23 KVK, Junior KK, Masters KK
18:06 3. ræsing – Masters KVK + Junior KVK
18:12 4. ræsing – Almenningflokkar karla og kvenna
20:30 Grillið verður ræst á svæði Bílaklúbbs Akureyrar (BA) við Hlíðarfjallsveg
21:00 Verðlauna afhending á svæði BA
22:00 Tímatöku lýkur

Dagskrá Hjólreiðahátíðar:

Miðvikudagur 24. júlí:
​20:00 TimeTrial
Fimmtudagur 25. júlí:
18:00 Gangamót Greifans – Bikarmót Götuhjólreiðar | Siglufjörður – Akureyri
Föstudagur 26. júlí:
17:00 XC/CrossCountry – Börn, Unglingar og fullorðnir
Laugardagur 27. júlí:
10:00 Enduro Akureyri
11:00 RR Götuhjólreiðar unglinga – Bikarmót
18:00 Brekkusprettur í Listagilinu
19:00 Kirkjutröppubrun
Sunnudagur 28. júlí: 
08:30 Criterium – Fullorðnir
10:00 Criterium – Börn
13:00 Íslandsmeistaramótið í Fjallabruni(Downhill)

Miðaldadagar á Gásum um helgina

Miðaldadagar á Gásum verða haldnir dagana 20. og 21. júlí. Þá mun miðaldakaupstaðurinn rísa á hinum forna verslunarstað Gásum. Líf og fjör í miðaldakaupstaðnum Gásum við Eyjafjörð.
Knattleikur, bogfimi, grjótkast, bardagamenn, eldsmiðir, seiðkona, völva, bókfell, kaðlagerð, vattarsaumur, leirmunir, tréskurður, smjörgerð, brennisteinsfróðleikur, miðaldatónlist, súrdeigsbrauð frá Böggvisbrauð og svo margt margt fleira.

Dagskrá:
11:00 -17:00 Kaupmenn selja miðaldavarning og handverksfólk er við vinnu.
11:00 – 16:00 Getur þú skotið af boga? Bogfimi fyrir þá sem þora.
11:30 Gásverjar bregða á leik.
12:00 Leiðsögn um fornleifasvæðið.
12:30 Gásverjar bregða á leik.
13:00 Félagar úr sönghópnum Hymnodiu syngja lög frá miðöldum.
13:30 Sverðaglamur og sjónarspil – Rimmugýgur bregður sverðum.
14:00 Gula gullið – hvað er nú það? Fróðleikur um brennistein. Orri Vésteinsson fornleifafræðingur segir frá.
14:30 Miðaldakonan Jónína Björg syngur íslensk þjóðlög.
15:00 Bókfellsgerð úr kálfaskinni. Hinn tékkneski Jiri segir frá á ensku.
15:15 Vandræðaskáld: Þjóðlegur fróðleikur og skemmtun.
15:30 Sverðaglamur og sjónarspil – Rimmugýgur bregður sverðum.
16:00 Leiðsögn um fornleifasvæðið.
16:30 Lendir einhver í gapastokknum? Fúlegg til sölu.

Leiðsögn um fornleifasvæðið báða dagana kl. 12:00 og 16:00.
Gangan hefst við miðasölutjaldið. Leiðsögumaður: Sigrún B. Óladóttir.

Miðaverð:
1600 kr.- fyrir 15 ára og eldri
800 kr.- fyrir börn
Fjölskyldumiði 5000 kr.-
Sért þú minni en miðaldasverð færð þú frítt inn.
Aðgangsnistið gildir báða dagana. Miðaldadagar eru opnir frá kl. 11 – 17 báða dagana.
Gásir eru 11 km norður af Akureyri, beygt af þjóðvegi 1 við Hlíðarbæ.

Gerðu leit í hjólhýsi og bifreið á Norðurlandi vestra

Tveir aðilar gista nú fangageymslur lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að lögregla framkvæmdi leit í hjólhýsi og bifreið. Við leitina fannst talsvert magn ætlaðra fíkniefna. Lögreglan naut aðstoðar leitarhunds við aðgerðina. Við aðgerðina var táragasi beitt gegn lögreglumönnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra.

Sápuboltamótið í Ólafsfirði haldið um helgina

Sápuboltamótið í Ólafsfirði verður haldið laugardaginn 20. júlí næstkomandi og hefur þessi veisla verið að stækka síðustu árin og verið vinsæll viðburður í Ólafsfirði. Skráningu í mótið er nú lokið samkvæmt upplýsingum á heimasíðu mótsins og munu 26 lið taka þátt í ár. Í Sápuboltamótinu eru fjórir saman í liði og engin takmörk eru á skiptimönnum (fjölda aðila í liði). Mótið fer fram á dúk sem er 15×20 á stærð og notast er við handboltamörk. 18 ára aldurstakmark er í mótið. Sápuboltamótið var fyrst haldið árið 2017 og er nú haldið í þriðja sinn, umgjörð og stærð mótsins hefur stækkað ár frá ári. Engir þátttakendur hafa orðið fyrir meiðslum í þessum mótum að sögn umsjónarmanna mótsins.

Liðin eru hvött til þess að mæta í búningum en veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn ásamt öðrum skemmtilegum viðurkenningum sem veitt verða á lokahófinu sem fram á laugardagskvöldinu.

Mótið hefst á riðlakeppni þar sem hver leikur er 10 mínútur með fjórum leikmönnum inná í hverju liði. Eftir riðlakeppni hefst úrslitakeppni. Síðar um kvöldið verður lokahóf og ball í menningarhúsinu Tjarnarborg þar sem Stuðlabandið leikur fyrir dansi, og er húsið opið öllum og greitt við hurð.

Leikreglur eru eftirfarandi:
– Þú hittir inn í markið þú skorar
– 4 inn á í einu.
– 2×5 mín
– Frjálsar skiptingar
– Dómari ákveður refsingar og refsiverð brot

Image may contain: one or more people, tree, shoes, outdoor and natureImage may contain: 2 people, outdoor

Image may contain: one or more people and outdoor

Image may contain: 6 people, people smiling, people standing and outdoor

Slökkviliðsmenn ganga til góðs frá Akureyri

Um verslunarmannahelgina árið 2017 gengu starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar af göflunum og fóru Eyjafjarðarhringinn í fullum herklæðum og söfnuðu rúmlega milljón krónum.  Peningarnir runnu til Hollvinasamtaka Sjúkrahúss Akureyrar sem voru að safna fyrir Ferðafóstru sem hefur heldur betur komið sér vel síðan hún var keypt og farið ófáar ferðirnar í sjúkraflugi á Íslandi.

Í ár ætla þeir að bæta um betur og hlaupa frá Slökkviliðsstöðinni á Akureyri til félaga sinna í Brunavörnum Árnessýslu, hálendisleiðina uppúr Eyjafirði.

Þetta er um 300 km hlaup í erfiðu landslagi þar sem veður getur verið óhagstætt. Um 5-6 hlauparar munu hlaupa boðhlaup og verða hlaupararnir, bílstjórar, skipuleggjendur og viðburðarstjórar úr slökkviliðum allsstaðar að af landinu.

Ekki missa af því þegar Slökkviliðsmenn ganga af göflunum um Versló. Lagt verður af stað klukkan 08:00 á föstudagsmorgun frá Slökkvistöðinni á Akureyri.

à gangi í Eyjafirði 2017

Fjögurra skóga hlaupið fer fram 27. júlí

Fjögurra skóga hlaupið fer fram í suðurhluta Fnjóskadals laugardaginn 27. júlí næstkomandi. Hægt verður að velja um fjórar vegalengdir 4,3 km, 10,3 km, 17,6 km og 30,6 km.  Þeir skógar sem hlaupið er eftir eru: Reykjaskógur, Þórðarstaðaskógur, Lundsskógur og Vaglaskógur.

Fjögurra skóga hlaupið er haldið til styrktar Björgunarsveitarinnar Þingey. Fyrsta hlaupið var haldið sumarið 2011.

Nánari lýsing:

4,3 km: -2.000 kr. – Skemmtiskokk – Þessi leið er líka hugsuð sem gönguleið, engin tímataka og frítt fyrir 14 ára og yngri. Ræst frá gróðrarstöðinni í Vaglaskógi og þaðan haldið norður í gegnum skóginn yfir Hálsmela. Hægt að skrá sig á staðnum.

10,3 km: – 4.500 kr.- Ræst frá gömlu bogabrúnni. Hlaupið suður Vaglaskóg. Sunnan við verslunina er hlaupið eftir bökkum Fnjóskár og meðfram ánni til suðurs. Við bæinn Mörk sameinast hlaupaleiðir og þá er haldið til norðurs í gegnum Vaglaskóg.

17,7 km: – 5.500 kr. Ræst frá Fnjóskárbrú við Illugastaði. Hlaupið sem leið liggur gegnum Þórðarstaðaskóg, Lundsskóg og Vaglaskóg.

30,6 km: -6.500 kr. Ræst sunnan Reykjaskógar. Hlaupið norður í gegnum Reykjaskóg að Illugastöðum, þaðan austur yfir brú og áfram í norður gegnum Þórðarstaðaskóg, Lundsskóg og Vaglaskóg.

Image may contain: text and outdoor

 

Dagskrá Trilludaga tilbúin

Trilludagar verða haldnir dagana 26.-28. júlí á Siglufirði og verður laugardagurinn 27. júlí aðal dagur hátíðarinnar. Hátíðin er nú haldin í fjórða sinn, en fyrsta hátíðin var haldin 2016. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Dagskrá Trilludaga  við smábátabryggju.

Trilludagar laugardagur 27. júlí

10:00-10:15        Setning Trilludaga
10:15-16:00       Frítt á sjóstöng og siglingar út á fjörðinn fagra
10:00-16:00        Aflinn grillaður, pylsur og drykkir,  táp og fjör á hátíðarsvæðinu alla daginn
10:00-16:00       Hoppukastalinn á sínum stað
12:00-16:00        Stúlli og Danni á Trillusviði með tónlist úr öllum áttum
13:00-14:00        Tvíburarnir Þorvaldssynir á Trillusviði
14:30-15:00        Síldargengið fer rúnt um bæinn
15:00-16:00        Síldarminjasafnið – Síldarsöltun, harmonikkuleikur og bryggjuball
15:00-16:00        Húlla Dúllan; Sirkus sýning og leikur á Trillusviði
20:30-22:30       Trilluball;  Landabandið á Trillusviði, Trilludagsdansleikur fram eftir kvöldi

Aðrir áhugaverðir viðburðir laugardaginn 27. júlí

09:00-21:00        Hannes Boy; veitingahús opið
10:00-18:00        Síldarminjasafnið; opið
12:00-01:00        Torgið Restaurant veitingahús opið
12:00-03:00        Harbour house café; opið, tilboð ofl.
12:00-18:00        Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar; Kvæðaskapur, vöfflur og kaffi milli kl. 15:00-17:00
13:00-16:00        Söluturninn Aðalgötu; sýning Kristjáns Jóhannssonar
13:00-16:00        Saga Photografica; Tvær sýningar, RAX, sýning Ragnars Axelssonar og sýning Leifs Þorsteinssonar
14:00-17:00        Kompan Alþýðuhúsinu; sýning Unndórs Egils Jónssonar
14:00-17:00       Ljóðasetur Flutt lög og ljóð sem tengjast sjónum milli 16:00-16:30
17:00-18:00       Siglufjarðarkirkja  tónleikar. Íslensk sönglög, dægurlög og óperuperlur. Engin aðgangseyrir. Frjáls framlög.Sjá nánar á www.fjallabyggd.is
23:00-01:00        Torgið Restaurant; lifandi tónlist

Föstudaginn 26. júlí

10:00-18:00        Síldarminjasafnið;  opið
11:00-14:00        Strandblakvöllur v/Rauðku;   Strandblakmót Sigló Hótel (ef þáttaka er góð)
12:00-03:00        Torgið Restaurant; Veitingahús opið
12:00-03:00        Harbour house café; Veitingahús opið
13:00-16:00        Saga Photografica Tvær sýningar, RAX, sýning Ragnars Axelssonar og sýning Leifs Þorsteinssonar
14:00-17:00        Kompan Alþýðuhúsinu; sýning Unndórs Egils Jónssonar
14:00-17:00        Ljóðasetur Íslands Siglfirskar gamansögur af sjónum milli 16:00-16:30
17:45                     Segull 67 Brugghús Lengri  opnun og brugghúskynningar. Aðgangseyrir
20:00-21:00        Siglufjarðarkirkja Högni Egilsson Tónleikar, huglúfir tónar. Enginn aðgangseyrir
21:00-00:00        Stjórnin Tónleikar á Rauðku Húsið opnar kl. 21:00. Tónleikar hefjast kl. 22:00. Nánar á:  facebook.com/kaffiraudka

Sunnudagur 28. júlí

10:00-18:00        Síldarminjasafnið; opið
11:30-21:00        Hannes Boy; Veitingahús opið
12:00-18:00        Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar; opið
12:00-22:00        Torgið Restaurant; Veitingahús opið
12:00-23:30        Harbour house Café; Veitingahús opið
13:00-16:00        Saga Photografica; opið, tvær sýningar,  RAX, Ragnar Axelsson og Leifur Þorsteinsson
13:00-14:00        Malarvöllurinn Siglufirði: Leikhópurinn Lotta. Sýningin Litla Hafmeyjan
14:00-16:00        Söluturninn Aðalgötu; sýning Kristjáns Jóhannssonar
14:00-17:00        Kompan Alþýðuhúsinu; sýning Unndórs Egils Jónssonar
16:00-18:00        Ljóðasetur  Þórarinn Hannesson kveður eigin kvæðalög milli 16:00-16:30

Top Mountaineering – Kayak ferðir og siglingu á Rib-boat ef veður og aðstæður leyfa*

Ljubomir Delic afgreiddi Augnablik – Umfjöllun í boði Aðalbakarís og Arion banka

Aðalbakarí Siglufirði og Arion banki í Fjallabyggð styðja við umfjöllun um leiki KF í sumar. Aðalbakarí er aðalstyrktaraðili og Arion banki er styrktaraðili allra frétta um KF í sumar.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Augnablik úr Kópavogi mættust á Ólafsfjarðarvelli í dag í 12. umferð 3. deildar karla í knattspyrnu. Lið Augnabliks hefur ekki gengið vel í deildinni í sumar, og hefur aðeins fengið 7 stig í fyrstu 11 leikjunum, og aðeins unnið einn leik. KF hefur byrjað mótið af krafti og hefur verið í efri hluta deildarinnar frá upphafi móts og náð nokkrum stöðugleika í sínum leik. KF vann fyrri leik liðana í sumar á heimavelli Augnabliks örugglega 1-3. Þjálfari KF gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik gegn Einherja sem endaði með 1-1 jafntefli. Inn í liðið voru komnir Aksentije Milisic, Halldór Logi Hilmarsson, Stefán Bjarki og Tómas Veigar.

KF strákarnir byrjuðu leikinn vel og voru staðráðnir í að sækja sigur á sínum sterka heimavelli. KF liðið var talsvert sterkara liðið á vellinum í dag og áttu eftir að fá nokkur færi upp við mark gestanna. Ljubomir Delic var í sérstöku stuði í dag hjá KF og nýtti sín tækifæri vel. Á 35. mínútu skoraði hann fyrsta mark leiksins eftir baráttu inn í teig, en hann fékk góða sendingu frá samherja og út úr teignum og skoraði hann með föstu skoti og kom KF í 1-0.

Aðeins sex mínútum síðar var Ljubomir Delic aftur á ferðinni þegar hann fékk góða fyrirgjöf inn í teig þar sem hann skoraði með góðum skalla og kom KF í 2-0. Þannig var staðan í leikhlé.

KF fékk einnig færi í síðari hálfleik en fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir góðar tilraunir, en Jakob Auðun fékk kjörið tækifæri undir lok leiksins til að skora en tókst því miður ekki. Frábær og öruggur sigur í dag sem hefði hæglega getað verið stærri. KF lyfti sér í 2. sæti deildarinnar með þessum sigri.

Kórdrengir eru nú með 3 stiga forskot á KF og og KV og svo fylgja Vængir Júpiters fast á eftir. KF leikur næst við Álftanes á Ólafsfjarðarvelli, laugardaginn 20. júlí kl. 16:00.

 

Breytt aldurstakmark á tjaldsvæðum á Dalvík í Fiskidagsvikunni

Fréttatilkynning frá Fiskideginum mikla.

Það eru allir velkomnir á Fiskidaginn mikla, allir sem að fylgja okkar einföldu reglum og viðmiðum. Það er sorglegt  að í okkar þjóðfélagi eru örfáir svarti sauðir eins og sumir kjósa að kalla þá sem að skemma fyrir hinum. Það eru fréttir af tjaldsvæðum hérlendis sem hafa lokað fyrir fullt og allt eingöngu vegna hópa sem kunna ekki að hegða sér, ganga illa um og þekkja ekki né kunna almennar umgengisreglur eða kurteisi.

Fiskidagurinn mikli er fjölskylduhátíð, nú leggjum við af stað í 19. sinn, allir sem vilja njóta samvista með fjölskyldunni og þeir sem að virða okkar ljúfu og einföldu Fiskidagsboðorð eiga nú þegar miða og eru velkomir.

Á Fiskideginum mikla er ekki pláss fyrir fíkniefni, fíkniefnasölumenn, né þá sem að koma með annarlegar hugsanir. Í ár verður gæsla aukin, fíkniefnahundar verða á staðnum, harðar verður tekið á slæmri umgengni. Við segjum einfaldlega við þann litla hóp sem kemur undir öðrum formerkjum… ekki vera FÁVITAR og skemma veisluna fyrir þeim sem hafa lagt mikla vinnu á sig og öllum gestunum sem hingað koma til að njóta alls þess sem í boði er.

Foreldrar verum VAKANDI – Leyfum ekki ólögráða börnum og unglingum að mæta einum á Fiskidaginn mikla. Við leggjum mikla áherslu á að Fiskidagurinn mikli sé FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ og að fjölskyldan komi og njóti saman þess sem við bjóðum uppá. Það er með sorg í hjarta að við þurfum að grípa til þess ráðs að setja 20 ára aldurstakmark til að mega gista á tjaldstæðunum. Í fyrra var mikil aukning gesta  almennt og um leið jókst hópur þeirra sem að flestir sem halda slíka hátíð vilja síður fá.

Í samvinnu við tjaldstæðagæslu, lögregluna og viðbragðsaðila viljum við bregðast við eftir okkar bestu getu, með aukinni gæslu, fræðslu, ábendingum til foreldra, og breytingum á aldri þeirra sem mega tjalda og fleiru. UMFRAM allt viljum við reyna að höfða til allra gesta að virða okkar einföldu reglur og bera virðingu fyrir því að hér bjóða íbúar byggðarlagsins til ókeypis veislu. Gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða leggur nótt við dag við undirbúning og að sýna gestum okkar bestu hliðar og gestrisni.

FISKIDAGSBOÐORÐIN
Göngum vel um.
Virðum hvíldartímann.
Virðum náungann og umhverfið.
Verjum Fiskdeginum mikla saman.
Virðum hvert annað og eigur annarra.
Virðum útivistarreglur unglinga og barna.
Verum dugleg að knúsa.
Beygjum okkur eftir rusli.
Förum hóflega með áfengi og virðum landslög.

Hjálpumst að við að halda Fiskidagsboðorðin.

Göngum hægt um gleðinnar dyr og sýnum umhyggju í verki. Það hafa allir efni á aðgöngumiðanum á Fiskidaginn mikla sem kostar aðeins: virðingu, að ganga vel um eigur sínar og annara, knús og að elska friðinn og njóta. EKKI ÓGILDA MIÐANN.

Fyrir hönd stjórnar Fiskidagsin mikla  – Júlíus Júlíusson framkvæmdarstjóri.

 

Texti: fiskidagurinnmikli.is

Ljósmynd: Bjarni Eiríksson.

Fyrsti sigur Tindastóls í 2. deild karla

Tindastóll mætti Vestra á Sauðárkróksvelli í dag í 11. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Vestri hefur verið toppbaráttunni og voru í 3. sæti deildarinnar fyrir þennan leik og áttu möguleika á að ná 2. sæti með sigri í dag. Stólarnir voru í neðsta sæti og þurftu svo sannarlega á sigri að halda, en liðið hafði aðeins gert tvö jafntefli og tapað 8 leikjum í deildinni. Tindastólsstrákarnir áttu góða æfingaviku, þjálfarinn hætti á mánudaginn og tók aðstoðarþjálfarinn við tímabundið meðan leitað er að nýjum þjálfara.

Leikurinn byrjaði fjörlega og komust gestirnir yfir með marki frá Aaron Robert Spear, hans fjórða mark í sumar, og komst Vestra í 0-1 á 15. mínútu. Heimamenn voru fljótir að svara og jöfnuðu leikinn á 23. mínútu og var það Arnar Ólafsson skoraði sitt þriðja mark í sumar í deild og bikar. Staðan var 1-1 í hálfleik, og fengu gestirnir tvö gul spjöld skömmu fyrir leikhlé.

Tindastóll byrjaði síðari hálfleik vel og skoraði Alvaro Cejudo Igualada strax á 50. mínútu og kom Stólunum í 2-1. Fimmtán mínútum síðar fékk leikmaður Vestra sitt annað gula spjald og þar með rautt og léku gestirnir því einum færri það sem eftir var af leiknum. Heimamenn héldu út og unnu sinn fyrsta sigur í deildinni í sumar, lokatölur 2-1 fyrir Tindastól.

Tindastóll er nú með 5 stig eftir 11 umferðir og leika næst við ÍR, laugardaginn 20. júlí.

41 án atvinnu í Fjallabyggð og 15 í Skagafirði

Alls voru 41 án atvinnu í Fjallabyggð í júní 2019.  Alls eru þetta 24 karlar og 17 konur sem eru án atvinnu í Fjallabyggð. Atvinnuleysi mælist nú 3,7% í Fjallabyggð en var 4,1% í maí.

Í Dalvíkurbyggð eru 24 án atvinnu og mælist atvinnuleysi 2,2% í Dalvíkurbyggð. Í Skagafirði voru 15 án atvinnu í júní og mælist atvinnuleysi aðeins 0,7%.  Á Akureyri voru 301 án atvinnu í júní og mælist atvinnuleysi nú 2,8%.

Úrslit í Opna Kristbjargarmótinu á Skeggjabrekkuvelli

Hið árlega Opna Kristbjargarmót í golfi var haldið í gær á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði á vegum Golfklúbbs Fjallabyggðar. Góð þátttaka var í mótinu og voru 22 kylfingar sem tóku þátt, 7 konur og 15 karlar. Leiknar voru 18 holur í punktakeppni og voru vegleg gjafabréf frá Golfskálanum í verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Flestir kylfingar komu frá GFB, en einnig frá GA og GHD. Ræst var út frá fyrstu 7 teigunum.

Flesta punkta fékk Snævar Bjarki Davíðsson frá GA, hann endaði með 41 punkt.  Fylkir Þór Guðmundsson frá GFB var í öðru sæti með 39 punkta.  Einar Ingi Óskarsson frá GFB var í þriðja sæti og einnig með 39 punkta.

Boðið var upp á súpu og brauð að móti loknu.

Mynd:GFB

Jón Stefán hættir sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls

Jón Stefán Jónsson mun um næstu mánaðarmót hætta störfum sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls.  Jón Stefán hefur verið starfandi hjá knattspyrnudeild síðan á haustmánuðum árið 2017 og hefur sinnt 25% starfi sem framkvæmdastjóri hjá deildinni síðan á haustmánuðum 2018.

Jón er búsettur á Akureyri og mun taka við nýju starfi hjá Þór á Akureyri og óskaði hann eftir að láta af störfum í kjölfar þess. Hann mun hins vegar að sjálfsögðu halda áfram starfi sínu í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna ásamt Guðna Þór Einarssyni.

 

Englendingur ráðinn yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls

Englendingurinn Jamie McDonough hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls. Þá mun Jamie einnig hafa yfirumsjón með æfingum 5.-7.flokks karla ásamt íslenskum þjálfurum og vera með Arnari Skúla Atlasyni í þjálfarateymi meistaraflokks karla.

Jamie hefur síðastliðin ár starfað fyrir enska knattspyrnusambandið þar sem hann hefur kennt á þjálfaranámskeiðum. Sjálfur er Jamie menntaður kennari ásamt því að vera með UEFA A knattspyrnuþjálfaragráðu. Loks er er hann með diplómu í þjálfun barna og íþróttasálfræði.

Hann hefur síðastliðið ár starfað fyrir enska knattspyrnusambandið og m.a. kennt á þjálfaranámskeiðum þar ásamt því að hafa kennt og þjálfað við barna- og unglinga akademíur á Englandi.

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls bindur miklar vonir við að þarna sé kominn maður sem getur stjórnað þeirri uppbyggingu sem hafin er á yngri flokkum Tindastóls með nýlega fjárhagslega sjálfstæðu unglingaráði. Einnig verður mikilvægt fyrir meistarflokk karla að fá að njóta þekkingar hans og krafta en Jamie verður í fullri vinnu hjá knattspyrnudeildinni.

Jamie er væntanlegur til Sauðárkróks laugardaginn 13. júlí og mun hefja störf þegar í stað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls.

Mikill áhugi fyrir starfi deildarstjóra hjá Dalvíkurbyggð

16 umsóknir bárust um stöðu deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar hjá Dalvíkurbyggð. Umsóknarfrestur rann út 9. júlí síðastliðinn.

Nöfn umsækjenda í stafrófsröð:

Dagfinnur Smári Rekstrarstjóri
Hafni Rafnsson Vélsmiður
Helga Íris Ingólfsdóttir Verkefnastjóri
Húni Húnfjörð Viðskiptafræðingur
Jaroslaw Tryggvi Deildarstjóri
Jóhannes Kolbeinsson Viðskiptafræðingur
Jón Arnar Sverrisson Garðyrkjufræðingur
Lilja Gísladóttir Sjávarútvegsfræðingur
Lovísa Oktavía Eyvindsdóttir Verslunarstjóri
Magnús Már Þorvaldsson Fyrrverandi fulltrúi Vopnafjarðahrepps
Majid Zarei Tæknimaður
Pálína Guðnadóttir Sjálfstætt starfandi
Sigurbrandur Jakobsson Fulltrúi
Sigurður Torfi Sigurjónsson Umsjónarmaður fasteigna
Steinþór Björnsson Verkefnastjóri
Tryggvi K. Guðmundsson Smiður

Matseðill Fiskidagsins Mikla 2019 er klár og afar áhugaverður

Gellur, plokkfiskur, ostafylltar fiskibollur, Indverskt og Egils Appelsín

Matseðill Fiskidagsins 2019 er áhugaverður að vanda, Friðrik V. er yfirkokkur og  lagði línurnar að góðum matseðli ásamt sínu fólki. Þar má að sjálfsögðu finna gamla og góða rétti þar má nefna síld og rúgbrauð , filsurnar sem eru fiskipylsur í brauði, harðfisk og íslenskt smjör, fersku rækjurnar og fiskborgarana þar sem að öflug grillsveit grillar en líkt og á síðasta ári sameinast árgangur 1966 sem hefur staðið vaktina í mörg ár árgangi 1965. Allir drykkir á hátíðinni eru í boði  Egils Appelsín. Sushi Corner á Akureyri mætir aftur til okkar eftir að hafa slegið í gegn í fyrra. Fiskurinn á grillunum er með nýju sniði, bleikja í Pang Gang sósu og þorskur í karamellu og mangósósu. Á bás Friðrik V.  verður í boði líkt og á síðasta ári Hríseyjarhvannargrafin bleikja og nýjung á þessum bás verða steiktar gellur. Akureyri FISH og Reykjavík FISH  koma með Fish and chips, það verður sérbas með Indversku rækjusalati í boði Dögunar. NINGS fjölskyldan mætir með risasúpupottinn þar sem að boðið verður uppá austurlenska rækju og bleikjusúpu,  Aðstoðarkokkur Fiskidagsins mikla Addi Yellow stýrir sasimistöðinni þar sem að langreyður frá Hval h.f og bleikja verða í boði.  Grímur Kokkur mætir sjóðandi heitur eftir árshlé með plokkfiskinn góða og ostafylltar fiskibollur, það sama er uppá teningnum hjá Moorthy og fjölsyldu í Indian Curry  House á Akureyri þau mæta til baka eftir árshlé með Taandoori bleikju og Naan brauð. Kaffibrennslan býður uppá besta kaffið eða svartan Rúbín, Íspinnarnir frá Samhentum Umbúðamiðlun vinum Fiskidagsins mikla númer 1. klikka aldrei, Samherji býður uppá sælgæti og merki dagsins.

Matseðillinn í tölum

Tölulegar staðreyndur um matseðilinn á Fiskidaginn mikla. 1200 lítra súpupottur, um 10 tonn af fiski, 8000 lítrar af drykkjum, 50.000 servíettur, 300 sjálfboðaliðar, 8 metra langt grill með 20 brennurum, og pizzan sem er annaðhvert ár 120 “ hver pizza og sett inn í ofn með gaffallyftara í hverri pizzu eru 640 sneiðar og milli kl 11 og 17 náum við að baka tæplega 20 stk. Yfir daginn eru þetta á milli 130.000 matarskammtar.

 

Matseðill Fiskidagsins mikla 2019

Yfirkokkur: Friðrik V. Aðstoðarkokkar: Arnþór Sigurðsson og Arnrún Magnúsdóttir
Allt brauð er í boði Kristj,rafin bleikjustöðssingil, nuts maple siropt marinaded Cod

kla. Kaffibrennslan br______

.ánsbakarís.
Allir drykkir eru í boði Egils Appelsín.

Allt meðlæti: Olíur, kryddlögur, krydd, sósur (Felix) og grænmeti er í boði Ásbjörns Ólafssonar.

Allur fiskur í boði Samherja nema að annað sé tekið fram.
Allur flutningur í boði Samskipa.
Gas á grillin í boði Olís.

Á grillstöðvum Fjörfisks, Marúlfs, Reynis, Hrings og Hamars.

Fersk bleikja í Asískri Pang Gang sósu.

Ferskur þorskur í karamellu og mangó marineringu.
Brauðbollur og drykkir

 

Langgrillið: 8 metra gasgrill. ´65 og ´66 árgangarnir grilla.

Fiskborgarar í brauði með  Felix hvítlaukssósu.

Rækjusalatsstöð. Foreldrar og börn í yngri flokkum knattspyrnudeildarinnar
Indverskt rækjusalat. Dögun.

Sasimistöð – Sasimistjórar Addi Jelló og Ingvar Páll.

Langreyður frá Hval h.f. og bleikja.

Rækjustöð: Linda og Magga. Einu rækjudrottningar Íslandssögunnar.
Nýveiddar rækjur í skelinni og sojasósa.

NINGS stöð: Stærsti súpupottur Íslands. Bjarni á Völlum, ættingjar og vinir.

Bleikju og rækjusúpa með austurlensku ívafi.

Sushistöð. Sushi Corner  gengið frá Akureyri.

Sushi eins og það gerist best.


Grímsstöð. Grímur kokkur ásamt fjölskyldu og vinum.
Plokkfiskurinn góði og ostafylltar fiskibollur.

 

Moorthy og fjölskylda í Indian Curry House á Akureyri
Bleikja Taandoori og Naan brauð

 

Friðrik V. Stöð  – Hrísiðn
Steiktar léttsaltaðar gellur
Hríseyjarhvannargrafin bleikja, með graflaxsósu og ristuðu brauði

 

Fish and chips stöð. Akureyri Fish og Reykjavík Fish.
Fish and chips.

 

Filsustöð  – Skíðafélag Dalvíkur grillar Filsur.
Filsur með völdum sósum í filsubrauði. Kjarnafæði

Harðfisksstöð:  Salka Fiskmiðlun.
Harðfiskur og íslenskt smjör

Síldar- og rúgbrauðstöð.

Síld og heimabakað rúgbrauð með smjöri. Samherji og bestu rúgbrauðsbakarar landsins.

Kaffistöð: Kaffibrennslan á Akureyri.

Rúbín kaffi – Besta kaffið.

Íspinnastöð: Samhentir, vinir Fiskidagsins mikla númer 1 gefa íspinna.

Samhentir umbúðamiðlun hafa verið með okkur frá upphafi.

Texti: aðsend fréttatilkynning

Sumaropnun í Hlíðarfjalli að hefjast

Hlíðarfjall á Akureyri opnar stólalyftuna Fjarkann annað sumarið í röð í dag kl. 17:00.  Fjallahjólabrautir Hlíðarjalls njóta mikilla vinsælda og margt fólk fer upp með lyftunni til að njóta frábærs útsýnis yfir fjörðinn og bæinn. Göngufólk getur líka tekið lyftuna á leið sinni upp á fjallstopp. Viðtökur sumarið 2018 fóru fram úr björtustu vonum og búist er við góðu sumri í ár. Yfir 1200 gestir komu í fjallið síðsta sumar.

Mikil vinna stendur nú yfir við að koma hjólabrautum í gott ástand til að auka bæði öryggi og gleði iðkenda og einnig er unnið að nýjum leiðum.

Opnunartímar:
Fim 17-21
Fös 14-18
Lau 10-18
Sun 10-16

Verð fyrir 18-66 ára:
1 ferð: 1.000,-
1 dagur: 4.000,-
Helgarpassi: 10.500,-
Sumarkort: 25.500,-

Fyrir 6-17 ára og 67+:
1 ferð: 700,-
1 dagur: 2.800,-
Helgarpassi: 7.000,-
Sumarkort: 13.000,-

Síðasti opnunardagur er 1. september.

Smíðavellir að hefjast í Fjallabyggð

Fjallabyggð verður með smíðavelli fyrir börn fædd 2007-2012 á tímabilinu 15. júlí – 1. ágúst á Siglufirði og í Ólafsfirði.  Smíðavellirnir verða opnir þrisvar í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 10:00-12:00 nema síðustu vikuna þá verða vellirnir opnir í fjóra daga frá mánudagi – fimmtudags. Fimmtudaginn 1. ágúst verður boðið upp á grill og gleði.  Verkefnið er í umsjón yfirmanns vinnuskóla Fjallabyggðar.

Börn sem sækja smíðavellina eru á ábyrgð foreldra og er frjálst að koma og fara á þeim tíma sem smíðavellir eru opnir.  Börn sem sækja smíðavelli fá timbur og nagla á staðnum en þurfa sjálf að koma með hamar og sög.

Samtals verður boðið uppá 10 daga á tímabilinu 15. júlí til 1. ágúst.

Dagskrá:

1. vika opið þrjá daga 15. 16. og 17. júlí
2. vika opið þrjá daga 22. 23. og 24. júlí
3. vika opið fjóra daga 29. 30 og 31. júlí og 1. ágúst en þá verður grillað og gleði.

Staðsetning:

Ólafsfjörður: A sléttunni norðan við Ólafsveg, (bak við Ólafsveg 48).

Siglufjörður: Á túninu fyrir framan Mjölhúsið

Texti: Fjallabyggð.is

Hríseyjarhátíðin um helgina

Hríseyjarhátíðin verður haldin um næstu helgi, dagana 12.-13. júlí. Boðið verður upp á óvissuferðir, ratleiki, pönnufótbolta, traktorsferðir, gömludansaball, varðeld og brekkusöng og kvöldvöku með Bjartmari Guðlaugssyni og ýmislegt fleira.  Hríseyjarferjan Sævar fer aukaferð á miðnætti laugardaginn 13. júlí. Hátíðin er frábær fjölskylduhátíð sem allir ættu að heimasækja.

Dagskráin er þessi:

Föstudagur 12. júlí:

Kaffi í görðum kl. 15-18
Óvissuferð barna kl. 18:00
Óvissuferð með Hjálmari Erni kl. 22:00

Laugardagur 13. júlí:

Dagskrá hefst kl. 13:00
Kaffisala kvenfélagsins
Traktorsferðir um þorpið
Fjöruferð með trúðnum Skralla
Leikir og sprell í Íþróttamiðstöðinni
Gömludansaball
Hríseyjarmót í Pönnufótbolta
Binni D og Pétur Guð
Rapparinn Spiceman
Stúlli og Danni
Ratleikur
Hópakstur dráttarvéla

Kvöldvaka kl. 21:00
Bjartmar Guðlaugsson
Anton Líni
Varðeldur og brekkusöngur

Grátlegt jafntefli á Ólafsfjarðarvelli – Umfjöllun í boði Aðalbakarís og Arion banka

Aðalbakarí Siglufirði og Arion banki í Fjallabyggð styðja við umfjöllun um leiki KF í sumar. Aðalbakarí er aðalstyrktaraðili og Arion banki er styrktaraðili allra frétta um KF í sumar.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Einherji frá Vopnafirði mættust í kvöld í 3. deild karla í knattspyrnu. Liðin hafa mæst í 3. deildinni undanfarin ár og alltaf verið miklir baráttu leikir.  Á síðasta tímabili þá vann KF sinn heimaleik og Einherji einnig á sínum heimavelli. Liðin mættust einnig í deildarbikarnum í fyrra og vann þá KF einnig sannfærandi sigur. Árið 2017 þá vann Einherji báðar viðureignir liðanna í deildinni. Það var því búist við hörku leik í kvöld.

Þjálfari KF gerði enga breytingu á byrjunarliðinu frá stórsigrinum gegn Reyni Sandgerði í síðasta leik. KF byrjaði fyrri hálfleikinn vel og skoruðu gott mark í upphafi leiks þegar Jordan Damachoua skoraði með góðu skoti inn í teig og kom KF í 1-0. KF fékk fjölmörg tækifæri í fyrri hálfleik og hefðu á góðum degi átt að skora 2-3 mörk til viðbótar, en staðan var aðeins 1-0 í hálfleik. Dómarinn var einnig í stuði í þessum leik og gaf 10 gul spjöld og eitt rautt og naut þess að vera í sviðsljósinu. Vitor og Ljubomir fengu báðir gult spjald í fyrri hálfleik og voru þeir því á hættu svæðinu í síðari hálfleik.

Engin breyting var gerð á liðunum í hálfleik, en dómarinn hélt áfram að veifa gula spjaldinu og næstur í bókina hjá KF var Jakob Auðun á 64. mínútu og aftur Vitor á 76. mínútu og þar með rautt spjald og lék KF einum leikmanni færri það sem eftir lifði leiks. Leikmenn KF voru ósáttir við þennan dóm og töldu Vitor ekki hafa brotið af sér. Skömmu síðar fengu gestirnir aukaspyrnu sem sem endaði á kollinum á fyrirliðanum Bjarti Aðalbjörnssyni, og jöfnuðu þeir leikinn í 1-1 þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum auk uppbótartíma. Þjálfari KF brást strax við rauða spjaldinu og skipti Ljubomir útaf fyrir Stefán Bjarka. Fimm mínútum eftir markið kom svo önnur skipting þegar Halldór Logi kom inná fyrir Val Reykjalín. KF náði sér í tvö gul spjöld til viðbótar á síðustu mínútum leiksins.

KF náði ekki að skora annað mark í leiknum og lauk honum með 1-1 jafntefli og geta leikmenn KF verið svekktir að hafa ekki náð að nýta færin betur í fyrri hálfleik. KF datt niður í fjórða sæti deildarinnar en lítið þarf að gerast svo að liðið komist í 2. sætið því fá stig eru á milli toppliðanna.

Næsti leikur verður svo sunnudaginn 14. júlí kl. 16:00 gegn Augnabliki á Ólafsfjarðarvelli.

 

Þrjú golfmót á fjórum dögum í Ólafsfirði

Það er alger golfveisla í gangi fyrir kylfinga í Ólafsfirði næstu daga, en þrjú golfmót verða á næstu fjórum dögum á vegum Golfklúbbs Fjallabyggðar.  Í kvöld verður 6. umferð Miðvikudagsmótaraðarinnar á Skeggjabrekkuvelli. Á föstudaginn verður Opna Kristbjargarmótið og eru vegleg verðlaun í boði fyrir fyrstu þrjú sætin. Á laugardaginn verður Golfmót Kaffi Klöru og verður leikið texas scramble og leiknar 9 holur. Vegleg verðlaun að loknu móti á Kaffi Klöru. Nánari mótsupplýsingar og skráning er á golf.is.

Image may contain: sky, mountain, outdoor and nature

Þrír heimaleikir KF í röð – Umfjöllun í boði Aðalbakarís og Arion banka

Aðalbakarí Siglufirði og Arion banki í Fjallabyggð styðja við umfjöllun um leiki KF í sumar. Aðalbakarí er aðalstyrktaraðili og Arion banki er styrktaraðili allra frétta um KF í sumar.

Íslandsmótið í 3. deild karla í knattspyrnu verður hálfnað eftir næstu umferð. 10 umferðir eru búnar og eru línur í topp- og botnbaráttunni farnar að skýrast. Fjögur lið eru nú búin að brjóta sig frá öðrum liðum, og er nú sex stiga munur á liðinu í 4. og 5. sætinu. KF er í hörku baráttu og er í 3. sætinu eftir 10 leiki og er stutt í næstu lið fyrir ofan. KF hefur unnið 7 leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur leikjum. Liðinu hefur gengið bæði vel á heimavelli og útivelli fram til þessa, og hefur liðið leikið sex leiki á útivelli og unnið fjóra, gert eitt jafntefli og tapað einum. Á heimavelli hefur liðið leikið fjóra leiki, unnið þrjá og tapað einum. Næstu þrír leikir liðsins verða á heimavelli og eru allir mikilvægir í baráttunni um efstu sætin í deildinni.

Jákvæð þróun hefur verið á markaskorun liðsins á þessu tímabili. Liðinu hefur tekist að skora 25 mörk og hefur Alexander Már skorað 12 af þeim og er markahæsti maður 3. deildar. Í lok síðasta tímabils þá var Björn Andri markahæstur með 6 mörk, árið 2017 var Ljubomir með 6 mörk, og árið 2016 þegar liðið var í 2. deild skoraði Isaac Ruben Rodriguez Ojeda 4 mörk. Liðinu hefur því sárlega vantað öflugan og stöðugan markaskorara síðustu árin.

Á sama tíma í fyrra, eftir 10 leiki þá var liðið aðeins í 7. sæti með 13 stig, og hafði unnið fjóra leiki, gert eitt jafntefli og tapað fimm leikjum. Þá hafði liðið aðeins skorað 13 mörk og fengið á sig 13.

KF leikur í kvöld gegn Einherja og má búast við erfiðum leik. Leikurinn hefst kl. 19:00 á Ólafsfjarðarvelli.

Næsti leikur í 12. umferðinni verður svo sunnudaginn 14. júlí kl. 16:00 gegn Augnablik á Ólafsfjarðarvelli.

Í 13. umferðinni leikur KF gegn Álftanesi, laugardaginn 20. júlí kl. 16:00 á Ólafsfjarðarvelli.

Nánar verður fjallað um þessa leiki þegar úrslit liggja fyrir.

Ocean Endeavour á Siglufirði með 300 farþega

Skemmtiferðaskipið Ocean Endeavour stoppaði í hálfan dag á Siglufirði í gær og var með 300 ferðamenn og rúmlega 80 áhafnarmeðlimi. Skipið kom einnig árið 2018 til Siglufjarðar í tvær heimsóknir, en þetta mun vera eina skipulagða heimsóknin í ár.  Skipið er byggt árið 1981 og endurbyggt árið 1988. Skipið er 138 metrar á lengd og 21 metri á breidd.  Ocean Endeavour er á hringferð um Ísland í 9 daga og var á Akureyri í dag.

Skemmtiferðaskipið Ocean Endeavour að undirbúa brottför um miðnættið
Skemmtiferðaskipið Ocean Endeavour að undirbúa brottför um miðnættið
Skemmtiferðaskipið Ocean Endeavour
Skemmtiferðaskipið Ocean Endeavour