Category Archives: Sauðárkrókur

Sjómannadagurinn í Skagafirði

Um helgina fagna sjómenn og aðrir landsmenn sjómannadeginum með hefðbundnum hætti.  Hátíðahöld verða á Sauðárkróki á laugardeginum og á Hofsósi á sunnudeginum.

Laugardagurinn 1. júní hefst með skemmtisiglingu með Drangey SK 2 kl. 11:00 og boðið upp á fiskisúpu og pylsur að henni lokinni. Hátíðahöldin hefjast á hafnarsvæðinu kl. 12:00 og verður dorgveiðikeppni, carnival leikir, hoppukastalar og andlitsmálning ásamt kassaklifri og Hvolpasveitinni í boði. Skagfirðingasveit og Slysavarnadeildin Drangey verða með kaffisölu í neðri salnum á Kaffi Krók milli kl 12:00 og 16:00 sama dag.

Á laugardagskvöldinu er ball í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem hljómsveitin Stjórnin mun halda uppi fjörinu.

Sunnudaginn 2. júní hefst hátíðardagskráin á Hofsósi með helgistund við minnisvarðann um látna sjómenn kl 12:30. Að henni lokinni hefst dagskráin á hafnarsvæðinu þar sem verður m.a. dorgveiðikeppni, þrautabraut og sigling. Björgunarsveitin Grettir og Slysavarnardeildin Harpa verða með kaffisölu í Höfðaborg sem hefst kl 15:00.

Heimild: skagafjordur.is

Lesið úr nýjum bókum á Bókasafninu á Sauðárkróki

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 14. nóvember  verður lesið úr nýjum bókum á bókasafninu  á Sauðárkróki og hefst samkoman kl. 20:00.

Rithöfundarnir: Arnar Már Arngrímsson, Davíð Logi Sigurðsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Þórdís Gísladóttir lesa úr nýútkomnum bókum sínum.

Jólate og konfekt

Allir velkomnir

 

Fræðslufundur með Jóni Jónssyni á Sauðárkróki

Jón Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur fræðir ungt fólk á aldrinum 12 til 16 ára um fjármál á skemmtilegan hátt. Fundurinn verður þann 25. apríl í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, Sauðárkróki  og hefst kl. 19:30.

Á fundinum fer Jón yfir hvernig peningar virka, mikilvægi þess að setja sér markmið og hvernig hægt er að láta peninginn endast aðeins lengur. Efnið er byggt á bókinni Ferð til fjár eftir Breka Karlsson, forstöðumann Stofnunar um fjármálalæsi.

Boðið verður upp á rútuferðir frá Kaupfélaginu á Hofsósi og Kaupfélaginu í Varmahlíð kl. 18:30.

Allir velkomnir.

Byggðarráð Skagafjarðar hafnar hækkunum

Samkvæmt samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Sveitarfélagsins Skagafjarðar þá eru viðmið um grunnlaun, þóknanir og starfstengdan kostnað sett sem hlutfall af þingfararkaupi á hverjum tíma. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur vísað því til sveitarstjórnar að hafna hækkun á launakjörum fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum sveitarfélagsins, sem leiðir af 44% hækkun þingfararkaups sem kjararáð úrskurðaði um þann Continue reading Byggðarráð Skagafjarðar hafnar hækkunum

Ein umsókn barst um rekstur tjaldsvæða í Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti í haust eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæðin á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Ein umsókn barst fyrir lok umsóknarfrests. Samþykkt hefur verið að ganga til viðræðna við umsækjendur, Halldór Brynjar Gunnlaugsson og Hildi Þóru Magnúsdóttur, um rekstur tjaldsvæðanna.

Áhersluatriði Samfylkingar á Norðurlandi vestra

Samfylking á Norðurlandi vestra ætlar að:

 

 • efla starfsemi heilbrigðisstofnana á Norðurlandi vestra
 • leggja áherslu á matvælaöryggi, lýðheilsustefnu og landbúnað í sátt við byggð og náttúru
 • berjast fyrir bættum samgöngum um Norðurland vestra
 • ná sátt um afgjald vegna auðlindanýtingar, starfsumhverfi útgerðar og kjör sjómanna
 • styrkja löggæslu og forvarnir á öllum stærri þéttbýlisstöðum
 • standa vörð um menntastofnanir á Norðurlandi vestra og efla Háskólann á Hólum
 • tryggja öldruðum og öryrkjum 300 þúsund króna lágmarksframfærslu
 • styðja við uppbyggingu á nýjungum í atvinnulífi í sátt við umhverfið
 • tryggja foreldrum 600 þúsund króna hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi

ss

Swing Kompaníið með tónleika í Sauðárkrókskirkju

Mánudaginn 14. desember mun hljómsveitin Swing Kompaníið halda tónleika í Sauðárkrókskirkju. Með hljómsveitinni munu koma fram kirkjukór Sauðárkrókskirkju og Barnakór Sauðárkrókskirkju undir stjórn Rögnvalds Valbergssonar. Tónleikarnir bera yfirskriftina ,,Jólafönn” og er óhætt að fullyrða að þar sé eitthvað á boðstólnum fyrir alla. Einstaklega skemmtilegar og hressandi útsetningar á jólalögum í bland við hátíðleika skapa einstakan atburð sem enginn má láta fram hjá sér fara.
Swing Kompaníið skipa þau Greta Salóme fiðluleikari og söngkona, Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og söngkona, Lilja Björk Runólfsdótir söngkona, Gunnar Hilmarsson gítarleikari, Leifur Gunnarsson bassaleikari og Óskar Þormarsson trommuleikari.
Tónleikarnir hefjast kl 20:30 og er miðasala á tix.is undir nafninu Jólafönn. Einnig er hægt að kaupa miða við innganginn.
800x600px-mynd

Innritun í fjarnám Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Innritun í fjarnám FNV er frá 25. nóvember 2014 til 4. janúar 2015. Upplýsingar um námsframboð og námsgjöld eru á heimasíðu skólans undir umsóknir fyrir fjarnema.

Allt fjarnám er án aldurstakmarkana (25 ára og eldri einnig velkomnir) Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svavarsdsóttir umsjónarmaður fjarnáms. sirry@fnv.is

Undankeppni Samfés í Miðgarði

Söngkeppni Friðar verður haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði þann 12. desember næstkomandi og eru nemendur 8. – 10. bekkjar, sem hafa áhuga á að taka þátt, hvattir til að hafa samband við Hús frítímans. Keppnin er undankeppni söngkeppni Samfés sem fer fram árlega í byrjun mars en þangað komast 30 atriði að undangengnum forkeppnum í hverjum landshluta. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegara og aðra.

Heimild: skagafjordur.is

Ljótu Hálfvitarnir spila í Miðgarði

Ljótu hálfvitarnir ljúka starfsárinu með tónleikum í Miðgarði í Skagafirði föstudaginn 19. september næstkomandi. Fyrir vikið stefnir hljómsveitin á að hækka í botn og skrúfa vel frá öllum fíflalátakrönum.

Staðarvalið er vel við hæfi. Það er alltaf tilhlökkun í hálfvitarrútunni þegar keyrt er í Miðgarð. Þar er gott að spila og oft myndast ólýsanleg stemming, eða allavega stemming sem óráðlegt er að lýsa í smáatriðum í opinberum fjölmiðli. Fólk verður bara að vera þarna sjálft.

Forsjálir Skagfirðingar geta nálgast miða fram að tónleikunum hjá N1 á Sauðárkróki og í KS í Varmahlíð. Og svo bara við innganginn. Herlegheitin hefjast klukkan níu.

4689577622_e742be189f_z

Mikil gróska í starfi Frjálsíþróttadeildar Tindastóls

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls var haldinn 21. febrúar. Í skýrslu formanns kom fram að mikil gróska er í starfinu og íþróttafólkið í sókn.  Reikningar deildarinnar sýna að fjárhagslega stendur deildin vel, er skuldlaus, og var rekin með nokkrum hagnaði á síðasta ári.

 

 • Þeir stjórnarmenn, sem gáfu kost á sér, voru endurkjörnir í stjórn:
 • Sigurjón Viðar Leifsson er formaður,
 • Guðrún Ottósdóttir gjaldkeri,
 • Eiður Baldursson ritari og
 • Hafdís Ólafsdóttir meðstjórnandi.
 • Skipað verður í eitt sæti síðar, en Þórunn Ingvadóttir gaf ekki kost á endurkjöri.

 

Heimild: www.tindastoll.is

Fjöldi lúsatilfella í Árskóla á Sauðárkróki

Tilkynning frá Skólaheilsugæslunni Árskóla:

Við viljum brýna fyrir fólki að vera vel á verði næstu vikurnar og skoða og kemba hár barna sinna reglulega. Þeir sem nú þegar hafa fengið lús þurfa sérstaklega að fylgjast vel með því oft lifir nitin (egg lúsarinnar) af meðferð lúsameðala og þá getur lúsin kviknað aftur. Til að hindra útbreiðslu er gott ef börn eru með buff eða hárbönd og stúlkur með sítt hár ættu að hafa það bundið í teygju eða fléttu. Ræðið gjarnan um það við börnin að ekki ætti að skiptast á húfum eða hárburstum og góð regla er að skoða vel í hár barna sem hafa gist að heiman eða verið í ferðalögum og keppnisferðum.
Lúsasmit ber að tilkynna til skóla eða heilsugæslu og mikilvægt að láta leikfélaga, ættingja eða aðra sem barnið er mikið í umgengni við, vita.
Hægt er að leita upplýsinga hjá skólahjúkrunarfræðingi (Margrét 8475691).
Gangi ykkur vel.

Fjöldi lúsatilfella í Árskóla á Sauðárkróki

Tilkynning frá Skólaheilsugæslunni Árskóla:

Við viljum brýna fyrir fólki að vera vel á verði næstu vikurnar og skoða og kemba hár barna sinna reglulega. Þeir sem nú þegar hafa fengið lús þurfa sérstaklega að fylgjast vel með því oft lifir nitin (egg lúsarinnar) af meðferð lúsameðala og þá getur lúsin kviknað aftur. Til að hindra útbreiðslu er gott ef börn eru með buff eða hárbönd og stúlkur með sítt hár ættu að hafa það bundið í teygju eða fléttu. Ræðið gjarnan um það við börnin að ekki ætti að skiptast á húfum eða hárburstum og góð regla er að skoða vel í hár barna sem hafa gist að heiman eða verið í ferðalögum og keppnisferðum.
Lúsasmit ber að tilkynna til skóla eða heilsugæslu og mikilvægt að láta leikfélaga, ættingja eða aðra sem barnið er mikið í umgengni við, vita.
Hægt er að leita upplýsinga hjá skólahjúkrunarfræðingi (Margrét 8475691).
Gangi ykkur vel.

Ýmis tónlistaratriði í Miðgarði

Fimmtudaginn 28. febrúar í Menningarhúsinu Miðgarði koma fram nemendur Tónlistarskóla Skagafjarðar, nemendur úr eldri bekkjum Varmahlíðarskóla flytja syrpu úr GREASE, Fúsi Ben og Sigurlaug Vordís koma fram, kvennkórinn Sóldís tekur lagið og Swingbræður bregða á leik við undirleik Stefáns R. Gíslasonar. Einnig leikur Thomas Higgerson einleik á píanó.

 • Kynnir er Ágúst Ólason skólastjóri.
 • Aðgangseyrir er kr. 1.500.

Ýmis tónlistaratriði í Miðgarði

Fimmtudaginn 28. febrúar í Menningarhúsinu Miðgarði koma fram nemendur Tónlistarskóla Skagafjarðar, nemendur úr eldri bekkjum Varmahlíðarskóla flytja syrpu úr GREASE, Fúsi Ben og Sigurlaug Vordís koma fram, kvennkórinn Sóldís tekur lagið og Swingbræður bregða á leik við undirleik Stefáns R. Gíslasonar. Einnig leikur Thomas Higgerson einleik á píanó.

 • Kynnir er Ágúst Ólason skólastjóri.
 • Aðgangseyrir er kr. 1.500.

Engin saltsýra rann í sjóinn á Sauðárkróki

Aðgerðum vegna saltsýrunnar sem lak úr gámi á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki, lauk um tíu leytið í gærkvöldi. Að sögn Vernharðs Guðnasonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar, tókst vel að hreinsa svæðið en um 5000 lítrar láku úr tankinum

Um 12000 lítrum var dælt úr honum og sýran sem lak niður gerð óvirk með vítissóda. Vernharð segir að saltsýra hafi ekki runnið í sjóinn og því hafi engin frekari mengun hlotist af.

Heimild: ruv.is

Jólamót Molduxa á Sauðárkróki

Jólamót Molduxa er orðið jafnríkt í jólahefðum körfuknattleiksunnenda í Skagafirði eins og hangiketið. Þessi jólin verða engar breytingar þar á, því mótið verður haldið á annan í jólum í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

Keppt verður í opnum flokki karla og 40+ flokki karla. Einnig verður keppt í kvennaflokki ef næg þátttaka fæst.

Þátttökugjald pr. lið er kr. 15.000 og rennur allur ágóði til körfuknattleiksdeildarinnar eins og áður.

Hægt er að skrá sig sem einstaklingur á mótið og verður búið til lið með slíkum skráningum. Gjaldið fyrir einstaklingsskráningu er kr. 2.500.

Athugið að gera verður upp þátttökugjöld fyrir fyrsta leik.

Skráning fer fram hjá Palla Friðriks í gegn um netfangið palli@feykir.is. Hann veitir einnig nánari upplýsingar í síma 861-9842.

Áætlað er að mótið hefjist kl. 12 þann 26. desember.

Dagskrá 1. desember á Sauðárkróki

Það verður sannkölluð jólastemning á Sauðárkróki laugardaginn 1. desember 2012 þegar ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi kl. 15:30.

 • Skólakór Árskóla syngur jólalög undir stjórn Írisar Baldvinsdóttur. Rögnvaldur Valbergsson annast undirleik.
 • Hátíðarávarp sveitarstjóra Skagafjarðar, Ástu Bjargar Pálmadóttur.
 • Hó, hó, hó! Jólasveinar koma í heimsókn og hafa eflaust eitthvað í pokahorninu.
 • Dansað í kringum jólatréð og sungin jólalög.

Jólatréð er gjöf frá Kongsberg í Noregi, vinabæ Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Aðventustemning í Gamla bænum og nágrenni laugardaginn 1. desember 2012

 • Opin vinnustofa í Gúttó frá kl. 13-16. Kaffi á könnunni og list til sölu.
 • Opið hús í Maddömukoti frá kl. 14-17. Maddömurnar bjóða upp á kjötsúpu að hætti hússins og handverk til sölu.
 • Jólabasar, kaffi, heitt súkkulaði og rjómavöfflur í húsi Rauða krossins frá kl. 14-17. Kvenfélag Sauðárkróks býður alla velkomna.
 • Landsbankinn, aðventustemning frá kl. 14:30-16. Heitt skátakakó og ljúffengar piparkökur í boði.
 • Minjahúsið verður opið frá kl. 13-16. Nemendur 10. bekkjar Varmahlíðarskóla selja ýmsar nauðsynjar eins og jólakort og lakkrís til styrktar vorferðalagi sínu til Danmerkur.
 • Jólahlaðborð fyrir alla fjölskylduna í Sauðárkróksbakaríi. Opið til kl. 17.
 • Táin og Strata. Ýmis tilboð. Heitt á könnunni. Opið frá kl. 12-16.
 • Blóma- og gjafabúðin býður upp á kaffi, kakó og piparkökur. Opið frá kl. 10-17.
 • Hard Wok Café. Naglasúpubar (humar og kjúklinga), heimalagað heilsubrauð og viðbit, rjúkandi kaffi og konfekt. Opið frá kl. 12-21:30.
 • Móðins, hársnyrtistofa. Heitt kakó, kaffi og piparkökur. Lófalestur og lesið í bolla. Opið frá kl. 14-17:30.
 • Fjölskylduvænt pizzahlaðborð á Ólafshúsi frá kl. 12-18.
 • Barnabókakynning Forlagsins í Safnaðarheimilinu frá kl. 14-17. Barnabókagetraun og heppnir þátttakendur fá bók að gjöf.
 • Jólamarkaður í Safnahúsinu frá kl. 12-18
 • Verslun Haraldar Júlíussonar opin frá kl. 10-14.
 • Tískuhúsið, full búð af nýjum vörum. Opið frá kl. 11-16.
 • Skagfirðingabúð, ýmis tilboð. Opið frá kl. 10-16. Verið velkomin.
 • Jólaljós tendruð á jólatré kl. 15:30 á Kirkjutorgi á Sauðárkróki. Skólakór Árskóla syngur, ávarp sveitarstjóra og jólasveinar mæta með góða skapið og eitthvað í poka.
 • Að lokinni tendrun jólaljósa á jólatrénu á Kirkjutorgi býður Hótel Tindastóll upp á kakó, piparkökur og spjall í Jarlsstofunni.

Aðalgötu verður lokað fyrir bílaumferð frá Kambastíg og að Skagfirðingabraut við Skólastíg frá kl. 14-17.

Vefmyndavélar frá jólatrénu á Sauðárkróki

Búið er að setja upp vefmyndavélar við Kirkjutorg á Sauðárkróki þannig að brottfluttum Skagfirðingum og öðrum sem ekki eiga heimangengt gefst kostur á að fylgjast með tendrun jólaljósa á jólatrénu kl. 15:30 í dag , 1. desember.

Myndir frá vefmyndavélum í Sveitarfélaginu Skagafirði má finna hér.

Minnt er á dagskrána í kringum tendrun ljósa á jólatrénu en hana má finna hér.

Stærðfræðkennari óskast við Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra

Við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er laust til umsóknar 100% starf kennara í stærðfræði á vorönn 2013.

Um laun fer eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Kennarasambands Íslands skv. nánari útfærslu í stofnanasamningi. Ráðning verður frá 4. janúar 2013.

Ekki þarf að sækja um starfið á sérstökum eyðublöðum, en í umsókn þarf að greina frá menntun og fyrri störfum. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins.

Umsóknarfrestur er til 15. desember n.k.

Nánari upplýsingar um starfið og launakjör veitir skólameistari eða aðstoðarstjórnendur í síma 455-8000.

Skólameistari

Tindastóll er Lengjubikarmeistari

Tindastóll sigrað Snæfell örugglega í úrslitaleik Lengjubikarsins 96-81 og eru því ákaflega verðskuldaðir Lengjubikarmeistarar 2012 í körfuknattleik. Frábært bikarár að baki hjá Tindastól en það er því miður ekkert alltof algengt að Tindastóll kemst í tvo bikarúrslitaleiki á sama árinu. En sá fyrsti er kominn í hús, núna eru bara tveir eftir.

Það var gríðarleg stemmning og mikið hungur í öllu Tindastólsliðinu í úrslitaleiknum og þeir gerðu heimamönnum lífið leitt með flottri vörn, góðri samvinnu og einstakri baráttu. Bárður Eyþórsson var með sína menn rétt stillta og Snæfellingar áttu fá svör ekki síst í seinni hálfleiknum sem var algjör einstefna.

Tindastóll var að vinna Fyrirtækjabikar karla í annað skiptið í sögu félagsins en liðið vann einnig þessa keppni fyrir þrettán árum. Tveir leikmenn liðsins, Svavar Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson, tóku þátt í báðum þessum titlum.

Snæfell var með frumkvæðið nær allan fyrri hálfeikinn og 38-29 forystu þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Tindastóll minnkaði muninn í eitt stig fyrir hálfleik. 45-44, og tók síðan öll völd á vellinum í þriðja leikhlutanum sem liðið vann 28-14 og náði 72-59 forystu fyrir lokaleikhlutann.

Tindastóll komst mest fimmtán stigum yfir í fjórða leikhlutanum en Snæfell náði að minnka þetta aftur niður í sjö stig áður en Stólarnir lönduði sigrinum í lokin.

George Valentine fór á kostum í liði Tindastóls með 26 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Þröstur Leó Jóhannsson kom með þvílíkan kraft af bekknum og skoraði 25 stig, fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson fór fyrir sprettinum í þriðja leikhlutunum og allir leikmenn liðsins skiluðu sínu í vörninni.

Jay Threatt skoraði 30 stig í gær og 18 stig í fyrri hálfleiknum í kvöld en hann var alveg búinn að orkuna í seinni hálfleiknum og því máttu Snæfellingar ekki við. Threatt náði aðeins að skora 4 stig í seinni hálfleik en var samt stigahæsti leikmaður Snæfellsliðsins með 22 stig.

Snæfell-Tindastóll 81-96 (20-18, 25-26, 14-28, 22-24)

Snæfell: Jay Threatt 22/8 fráköst/8 stoðsendingar, Asim McQueen 17/14 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Sveinn Arnar Davíðsson 8, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Ólafur Torfason 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 1.

Tindastóll: Þröstur Leó Jóhannsson 27/6 fráköst, George Valentine 26/14 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 16, Drew Gibson 16/5 fráköst/8 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 6, Helgi Freyr Margeirsson 3, Ingvi Rafn Ingvarsson 2, Sigtryggur Arnar Björnsson 0/4 fráköst.

Alla fréttina má lesa hér.

Heimild: visir.is / tindastoll.is

Tindastóll vann Þór í undanúrslitum

Þórsarar lagðir – komnir í úrslitaleikinn

Tindastóll vann frækinn og sanngjarnan sigur á Þórsurum 82-81 á þessu fallega föstudagskvöldi. Leikurinn var jafn og skemmtilegur en Tindastóll var þó með undirtökin mest allan leikinn. Í lokin var leikurinn æsi-æsi-æsi spennandi en okkar menn höfðu það fyrir rest til allrar hamingju. Næsta verkefni, úrslitaleikurinn í Lengjubikarnum 2012.

Þórsarar byrjuðu þó eilítið betur og náðu smá forskoti rétt á meðan Tindastólstrákarnir voru að hita á sér lappirnar en eftir að þær urðu heitar þá byrjuðu strákarnir á fullum krafti og komu sér vel inn í leikinn. Í hálfleik leiddu þeir með heilu einu stigi 39-38 og dúndrandi stemning út um allt land og allan heim en leikurinn var sýndur beint á sporttv.is í ágætis gæðum.

Seinni hálfleikur var epískur og allt að gerast. Í fjórða leikhluta virtust strákarnir vera komnir með þetta þegar þeir náðu 8 stiga forskoti þegar lítið var eftir, en þá hefur eflaust einhver stuðningsmaðurinn haldið að þetta væri komið og óvart sagt það upp hátt. Niðurstaðan var að sjálfsögðu feitt jinx eða Adolf Ingi eins og sumir vilja kalla það og Þórsarar skelltu niður tveimur þristum á stuttum tíma og leikurinn orðinn ömurlega spennandi aftur. En allt kom fyrir ekki, Tindastólsstrákarnir náðu með mikilli baráttu að halda Þórsurum undir og lokasókn Þórsarar rann út veður og vin. Sigur, gleði og hamingja.

Frétt frá Tindastóll.is