Tag Archives: tindastóll

Skíðadeild Tindastóls fær nýjan snjótroðara

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur keypt snjótroðara af gerðinni Leitner Leitwolf, árgerð 2011 fyrir Skíðadeild Tindastóls.

Um er að ræða troðara sem var upptekinn á verkstæði hjá Prinorth í ágúst 2020. Snjótroðari þessi telst eign Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er viðbót við aðrar eignir sveitarfélagsins á skíðasvæðinu í Tindastóli.

Sveitarfélagið styrkir Tindastól og byggir stúku

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að styrkja knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls um 1.700.000 kr. vegna framúrskarandi árangurs meistaraflokks kvenna þar sem liðið varð deildarmeistari í 1. deild og mun leika í efstu deild á næsta keppnistímabili.

Jafnframt hefur verið samþykkt að farið verði í uppbyggingu á stúku og viðeigandi aðstöðu við gervigrasvöll félagsins sem uppfyllir skilyrði mannvirkjanefndar KSÍ um leiki í efstu deild.

Afsláttur á vetrarkortum

Skíðadeild Tindastóls hefur sett í sölu vetrarkortin fyrir komandi vertíð og verða þau á 20% afslætti til 20. desember.

Það er um að gera að notfæra sér þetta frábæra tilboð, meðfylgjandi er einnig Norðurlandskortið sem gildir fyrir tvö skipti á skíðasvæðin í Hlíðarfjalli, Dalvík og Siglufirði.

 • Vetrarkort fyrir fullorðin 30.000 kr.
 • Vetrarkort fyrir börn 7 til 17 ára 15.000 kr.
 • Vetrarkort á gönguskíði 15.000 kr.

 

Tindastóll er Lengjubikarmeistari

Tindastóll sigrað Snæfell örugglega í úrslitaleik Lengjubikarsins 96-81 og eru því ákaflega verðskuldaðir Lengjubikarmeistarar 2012 í körfuknattleik. Frábært bikarár að baki hjá Tindastól en það er því miður ekkert alltof algengt að Tindastóll kemst í tvo bikarúrslitaleiki á sama árinu. En sá fyrsti er kominn í hús, núna eru bara tveir eftir.

Það var gríðarleg stemmning og mikið hungur í öllu Tindastólsliðinu í úrslitaleiknum og þeir gerðu heimamönnum lífið leitt með flottri vörn, góðri samvinnu og einstakri baráttu. Bárður Eyþórsson var með sína menn rétt stillta og Snæfellingar áttu fá svör ekki síst í seinni hálfleiknum sem var algjör einstefna.

Tindastóll var að vinna Fyrirtækjabikar karla í annað skiptið í sögu félagsins en liðið vann einnig þessa keppni fyrir þrettán árum. Tveir leikmenn liðsins, Svavar Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson, tóku þátt í báðum þessum titlum.

Snæfell var með frumkvæðið nær allan fyrri hálfeikinn og 38-29 forystu þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Tindastóll minnkaði muninn í eitt stig fyrir hálfleik. 45-44, og tók síðan öll völd á vellinum í þriðja leikhlutanum sem liðið vann 28-14 og náði 72-59 forystu fyrir lokaleikhlutann.

Tindastóll komst mest fimmtán stigum yfir í fjórða leikhlutanum en Snæfell náði að minnka þetta aftur niður í sjö stig áður en Stólarnir lönduði sigrinum í lokin.

George Valentine fór á kostum í liði Tindastóls með 26 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Þröstur Leó Jóhannsson kom með þvílíkan kraft af bekknum og skoraði 25 stig, fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson fór fyrir sprettinum í þriðja leikhlutunum og allir leikmenn liðsins skiluðu sínu í vörninni.

Jay Threatt skoraði 30 stig í gær og 18 stig í fyrri hálfleiknum í kvöld en hann var alveg búinn að orkuna í seinni hálfleiknum og því máttu Snæfellingar ekki við. Threatt náði aðeins að skora 4 stig í seinni hálfleik en var samt stigahæsti leikmaður Snæfellsliðsins með 22 stig.

Snæfell-Tindastóll 81-96 (20-18, 25-26, 14-28, 22-24)

Snæfell: Jay Threatt 22/8 fráköst/8 stoðsendingar, Asim McQueen 17/14 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Sveinn Arnar Davíðsson 8, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Ólafur Torfason 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 1.

Tindastóll: Þröstur Leó Jóhannsson 27/6 fráköst, George Valentine 26/14 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 16, Drew Gibson 16/5 fráköst/8 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 6, Helgi Freyr Margeirsson 3, Ingvi Rafn Ingvarsson 2, Sigtryggur Arnar Björnsson 0/4 fráköst.

Alla fréttina má lesa hér.

Heimild: visir.is / tindastoll.is

Tindastóll áfram í undanúrslit í körfunni

Tindastóll tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Fyrirtækjabikars karla í körfuknattleik.

Tindastóll hafnaði í efsta sæti C-riðils þrátt fyrir tap gegn Stjörnunni 98-86 í Garðabæ en Stjörnumenn uðru í öðru sæti. Brian Mills og Justin Shouse skoruðu báðir 19 stig fyrir Stjörnuna auk þess sem Mills tók átta fráköst og Shouse 7 fráköst en hjá Tindastól var  George Valentine atkvæðamestur með 25 stig og 11 fráköst.

Lokahóf knattspyrnudeildar Tindastóls

Lokahóf knattspyrnudeilar Tindatóls var haldið í Miðgarði laugardaginn 22. september.

Drangey ( varalið Tindastóls ) m.fl.karla:

 • Besti leikmaðurinn:     Bjarki Már Árnason
 • Efnilegasti leikmaðurinn:     Konráð Freyr Sigurðsson
 • Mestu framfarirnar:     Ingvi Ingvarsson
 • Besta ástundunin:     Óskar Smári Haraldsson
 • Markakóngur:     Hilmar Kárason    

 

Tindastóll m.fl.kvenna:

 • Besti leikmaðurinn:     Kristín Halla Eiríksdóttir
 • Efnilegasti leikmaðurinn:     Hugrún Pálsdóttir
 • Mestu framfarirnar:     Kristín Halla Eiríksdóttir
 • Besta ástundunin:     Brynhildur Ólafsdóttir
 • Markakóngur:     Rakel Hinriksdóttir

 

Tindastóll m.fl.karla:

 • Besti leikmaðurinn:     Edvard Börkur Óttharsson
 • Efnilegasti leikmaðurinn:     Loftur Páll Eiríksson
 • Mestu framfarirnar:     Benjamín Guðlaugarson
 • Besta ástundunin:     Björn Anton Guðmundsson   
 • Markakóngur:     Ben Everson

Sunddeild Tindastóls

Sunddeild Tindastóls æfir í sundlaug Sauðárkróks. Það eru þrír þjálfarar og leiðbeinandi. Ragna Hjartardóttir, Sunneva Jónsdóttir og Valur Freyr Ástuson.

 • Mánudaga  þrekæfing ekki komin tími á það (6.-10.bekkur )
 • Þriðjudaga   kl: 15-16 eldri hópur og tveir þjálfarar.
  ( 6.-10.bekkur)
 • Miðvikudaga kl: 15-16 allir  hópar, þjálfari Sunneva , Ragna
  ( 1.-10.bekkur)
 • Föstudaga      kl:15-16 allir hópar og þrír þjálfarar .
  (1.-10.bekkur)

Nýjir krakkar/unglingar og eldri sundiðkendur velkomin.

Skráning fer fram á staðnum og líka í gegnum Vetratím þegar það opnar.
(Börn , sem skráð eru í Árvist, fá fylgd til og frá sundlaug á vistunartíma en þarf að tilkynna til Árvistar að barnið æfi sund í vetur til hennar Sigrúnar.)
Kveðja!
Stjórn sunddeildar.

Körfuboltabúðir Tindastóls byrjaðar

Körfuboltabúðir Tindastóls 2012 hófust í gær og verða fram á sunnudag. Þar munu þjálfarar yngri flokkanna vinna með hópana sína og hefja undirbúning fyrir keppnistímabilið. Rúmlega 90 krakkar eru skráðir í búðirnar.

Míkró- og minniboltakrakkar hófust með æfingu í gær og eftir það komu eldri flokkarnir inn. Síðan verða þrjár æfingar á laugardag og tvær á sunnudag og búðunum lýkur svo formlega um kl. 16 á sunnudag, með pylsugrillveislu.

Foreldrar vinna með starfsmönnum íþróttahússins að mönnun gæslu og umsjónar í húsinu, þann tíma sem engir húsverðir eru við störf og er afar gaman að sjá góðar undirtektir foreldra í þessu verkefni.

Áhugasamir eru hvattir til að láta sjá sig í húsinu um helgina.

Víkingar tóku Tindastól í kennslustund

Víkingur Reykjavík og Tindastóll léku í kvöld í 1. deild karla. Það er skemmst frá því að segja að heima menn  á Víkingsvelli unnu stórsigur, 5-0. Hjörtur Hjartason var sprækur og skoraði strax á fyrstu mínútu og hann átti einnig síðasta markið á 67. mínútu. 322 áhorfendur voru á vellinum. Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.

Mörkin skoruðu:

Hjörtur Júlíus Hjartarson Mark 1
Sigurður Egill Lárusson Mark 28
Kjartan Dige Baldursson Mark 57
Aaron Robert Spear Mark 62
Hjörtur Júlíus Hjartarson Mark 67

20 verðlaun til Skagfirðinga á Unglingalandsmóti UMFÍ

Stærsta hátíð íslenskrar æsku, Unglingalandsmót UMFÍ, var haldin á Selfossi um verslunarmannahelgina.  Enn á ný var þátttökumet slegið, og ljóst er að þessi vímulausa hátíð er orðin stærsta útihátíð á mestu ferðahelgi Íslendinga.  Skarphéðinsmenn eiga þakkir skildar fyrir frábæra framkvæmd mótsins.

 

Íþróttir eru í brennidepli á hátíðinni, og sem fyrr stóðu skagfirskir keppendur sig vel í frjálsíþróttakeppni mótsins og voru til fyrirmyndar, eins og félagar þeirra sem kepptu í öðrum íþróttagreinum.   Alls unnu Skagfirðingarnir 20 verðlaun í frjálsíþróttakeppninni, 4 gullverðlaun, 8 silfur og 8 brons, auk þess sem nokkrir unnu til verðlauna í blönduðum boðhlaupssveitum.  Þess má geta að yfir 50 keppendur voru í mörgum greinanna.

 

Skagfirðingar sem unnu til verðlauna voru:

 

 • Daníel Þórarinsson (18), sigraði í 100m og 800m hlaupum.
 • Fríða Ísabel Friðriksdóttir (14), sigraði í þrístökki og varð í 2. sæti í 100m, 80m grindahlaupi og langstökki.
 • Ragnar Ágústsson (11), sigraði í spjótkasti.
 • Jóhann Björn Sigurbjörnsson (16-17), varð í 2. sæti í 100m og langstökki og 3. sæti í 110m grindahlaupi.
 • Ari Óskar Víkingsson (11), varð í 2. sæti í 60m hlaupi.
 • Sæþór Már Hinriksson (12), varð í 2. sæti í 60m grindahlaupi.
 • Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (16-17), varð í 2. sæti í hástökki.
 • Ragna Vigdís Vésteinsdóttir (15), varð í 3. sæti í 80m grindahlaupi og langstökki.
 • Gunnar Freyr Þórarinsson (13), varð í 3. sæti í kúluvarpi.
 • Haukur Ingvi Marinósson (14), varð í 3. sæti í kringlukasti.
 • Hákon Ingi Stefánsson (15), varð í 3. sæti í kringlukasti.
 • Agnar Ingimundarson (16-17), varð í 3. sæti í hástökki.
 • Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (16-17), varð í 3. sæti í 100m hlaupi.

Heimild: www.tindastoll.is

Írskur framherji í Tindastól

Tindastóll hefur fengið Steven Beattie í sínar raðir en hann hefur  raðað inn mörkunum í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár.
Steven er Írskur leikmaður sem kemur til Tindastóls frá Puerto Rico Islanders en þar áður var hann á mála hjá Toronto FC í Bandarísku MLS-deildinni. Beattie hefur verið síðustu mánuði á æfingum hjá Írska úrvalsdeildarliðinu Dundlak FC.

Hjá Tindastóli er honum ætlað að fylla skarð Ben  Everson sem fór til Breiðabliks í síðustu viku.

Tindastóll hefur misst tvo markahæstu mennina

Knattspyrnulið Tindastóls hefur misst tvo leikmenn til liða í efstudeild, en Tindastóll leikur nú í 1. deildinni og er í fjórða sæti.  Benjamin J. Everson fór í Breiðablik en Theodore Furness gekk í  raðir ÍA. Hvorugur leikmaðurinn var á  KSÍ-samningi og hafði Tindastóll því ekkert í höndunum til að stöðva félagskiptin.  Liðið á þó von á að bæta við leikmönnum til að fylla þessi skörð sem þeir skilja eftir, en þeir voru markahæstir hjá Tindastóli.

Þá hefur Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson komið til baka úr láni frá Drangey en hann fór þangað á láni í vor frá Tindastóli.

Æfingartafla Frjálsíþróttadeildar Tindastóls

Æfingatafla

Frjálsíþróttadeildar Tindastóls

Frjálsíþróttadeild Tindastóls hefur birt æfingatöflu sumarsins 2012.  Gildir hún frá 1. júní – 31. ágúst, birt með fyrirvara um breytingar, ef nauðsynlegar reynast.

Yfirþjálfari deildarinnar er sem fyrr Sigurður Arnar Björnsson, en aðrir þjálfarar eru Aron Björnsson, Vignir Gunnarsson og Ragndís Hilmarsdóttir.  Skipulagðar eru æfingar í flokkum 10-14 ára og 15 ára og eldri.

 

 

ÆFINGATAFLA
Frjálsíþróttadeildar  UMF Tindastóls
sumarið 2012
  Mánud.   Þriðjud.   Miðvikud.   Fimmtud.   Föstud.
 10-14 ára    10-14 ára  10-14 ára  
 Kl. 17-19    Kl. 17-19  Kl. 17-19  
 VG – RH    VG – RH  VG – RH  
 15 ára +  15 ára +  15 ára +  15 ára +  15 ára +
 Kl. 19-21  Kl. 19-21  Kl. 19-21  Kl. 19-21  Kl. 19-20
 SAB – AB  SAB – AB  SAB – AB  SAB – AB  SAB – AB
Þjálfarar:
Sigurður Arnar Björnsson:  Yfirþjálfari / Eldri flokkur
Aron Björnsson:  Eldri flokkur
Vignir Gunnarsson:  Yngri flokkur
Ragndís Hilmarsdóttir:  Yngri flokkur

 

 • Skráning:  Hjá þjálfurum á vellinum eða á netfanginu frjalsar@tindastoll.is.
 • Gjaldskrá:  10-14 ára kr. 2500 á mánuði, 15 ára og eldri kr. 3500 á mánuði.

Börnum sem ekki hafa æft frjálsíþróttir er velkomið að prófa nokkrar æfingar endurgjaldslaust.

Í samráði við yfirþjálfara geta 14 ára börn fengið að æfa með eldri flokki, ef þau vilja.  Deildin er ekki með æfingar fyrir börn yngri en 10 ára.

Fyrsta þrenna Tindastóls í 1. deild í 21 ár

Theo Furness skoraði þrennu fyrir Tindastól gegn BÍ um s.l. helgi. Óhætt er að segja að það sé ekki algengt hjá Tindastólsmönnum að skora þrennur. Nokkrir leikmenn hafa skorað þrennur í þriðju og annari deild með Tindastól en Theo er fyrsti Tindastólsmaðurinn til að skora þrennu í 1. deildinni síðan Guðbrandur skoraði þrjú árið 1991.

Guðbrandur skoraði þá þrennu gegn Grindvíkingum í 4-3 sigri á Sauðárkróksvelli þann 19. júlí 1991.

En sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk í leik fyrir Tindastól í 1.deild var Eyjólfur Sverrisson sem skoraði fjögur mörk gegn ÍBV árið 1989. Tindastóll vann þann leik 7-2. Eyjólfur endaði það tímabil sem markakóngur 1.deildar með 14.mörk.

Nýr þjálfari til körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Oddur Benediktsson, 23 ára Hvergerðingur, hefur verið ráðinn yngriflokkaþjálfari Tindastóls á næsta tímabili. Oddur er ungur og upprennandi þjálfari sem mun verða í miklu starfi hjá körfuknattleiksdeildinni.

Oddur mun verða aðalþjálfari 8. 9. og 10. flokks drengja Tindastóls, sem allir taka þátt í Íslandsmótinu. Honum til aðstoðar verður Karl Jónsson.  Auk þessa mun Oddur þjálfa míkróboltann og einhverja minniboltaflokka hjá Tindastóli.

Með ráðningu Odds verður hægt að nýta betur æfingatíma fyrr á daginn en áður hefur verið og mun það létta á æfingatímum seinni partinn.

Oddur hefur síðustu árin þjálfað á Suðurlandi, hjá Laugdælum, Hrunamönnum og Hamri og hefur smám saman verið að afla sér reynslu og þekkingar og verið duglegur við að sækja námskeið og aðra möguleika á menntun.

Oddur mun hefja störf þann 1. september n.k.

Skagafjörður leggur til 8 milljónir í uppbyggingu skíðasvæðis

Félags-og tómstundanefnd Skagafjarðar hefur samþykkt samning um rekstur skíðasvæðis í Tindastóli milli Sveitarfélagsins og skíðadeildar UMF. Tindastóls.

Þar skuldbindur sveitarfélagið sig til að greiða skíðadeild 8.000.000.- króna til uppbyggingar á skíðasvæðinu í ár, auk 2.000.000.-króna í rekstrarstyrk. Þá leggur sveitarfélagið til starfsmann í 8 mánuði á árinu og að greiða viðhald á troðara allt að 1,5 milljón króna. Skíðadeild  skuldbindur sig til að annast rekstur skíðasvæðisins til ársloka 2012.

 

Tindastóll sendir iðkendur í úrvalsbúðir KKÍ

Að venju sendir körfuknattleiksdeild Tindastóls stóran hóp iðkenda í Úrvalsbúðir KKÍ sem haldnar eru tvær helgar á hverju sumri. Eru búðir þessar undanfari yngri landsliðanna og fyrsta stigið í afreksstigi KKÍ.

Alltaf eru þrír árgangar kallaðir til leiks á hverju ári og að þessu sinni eru það iðkendur sem fæddir eru 1999, 2000 og 2001. Æfingarnar verða á höfuðborgasvæðinu 2. – 3. júní og 25. og 26. ágúst.

Þjálfara félagsliða innan KKÍ velja iðkendur í þessar búðir og hér fyrir neðan má sjá listann sem Tindastóll sendir inn þetta sumarið. Valið er ávallt erfitt fyrir þjálfarana því margir eru til kallaðir. Þessar tilnefningar geta tekið breytingum á milli ára og þó einhver sé valinn í ár, er ekki þar með sagt að hann eigi víst sæti á næsta ári.

 • Haraldur Viðar Bjarkason 1999
 • Örvar Pálmi Örvarsson 1999
 • Halldór Broddi Þorsteinsson 1999
 • Jón Grétar Guðmundsson 1999
 • Haukur Sindri Karlsson 1999
 • Dagmar Björg Rúnarsdóttir 1999
 • Hafdís Lind Sigurjónsdóttir 1999
 • Bjarkey Birta Gissurardóttir 1999
 • Andri Snær Ásmundsson 2000
 • Hlynur Örn Þrastarson 2000
 • Gunnar Valur Jónsson 2000
 • Hera Sigrún Ásbjarnardóttir 2000
 • Alexandra Ósk Guðjónsdóttir 2000
 • Áróra Árnadóttir 2000
 • Berglind Ósk Skaptadóttir 2000
 • Sigrún Þóra Karlsdóttir 2000
 • Telma Ösp Einarsdóttir 2000
 • Haukur Steinn Ragnarsson 2001
 • Víkingur Ævar Vignisson 2001
 • Skírnir Már Skaftason 2001
 • Ragnar Ágústsson 2001
 • Anna Sóley Jónsdóttir 2001

Tindastóll auglýsir eftir fólki í öryggisgæslu

Þar sem Tindastóll eru komnir upp í 1.deild, þá þarf félagið að undirgangast leyfiskerfi KSÍ. Eitt af því er að hafa öryggisverði á heimaleikjum félagsins. Hlutverkið er að fylgja dómurum til og frá búningsklefa og passa að áhorfendur fari ekki yfir öryggislínu á vellinum.

Áhugasamir hafi samband við Stefán Arnar í síma 660-4685 eða Skúla Vilhjálm í síma 8645305

Fyrsti heimaleikur Tindastóls er 19.maí gegn Víkingi Ólafsvík.

Uppskeruhátíð yngri flokka í körfuboltadeild Tindastóls

Unglingaráð Tindastóls heldur uppskeruhátíð fyrir yngri flokkana í körfubolta í íþróttahúsinu þriðjudaginn 8. maí, kl. 16-18.

Á uppskeruhátíðinni verða veittar viðurkenningar fyrir tímabilið í þeim flokkum sem tóku þátt í Íslandsmóti en yngri iðkendur fá sérstakar þátttökuviðurkenningar.

Eitthvað verður gómsætt af grillinu og hvetur unglingaráð alla iðkendur og foreldra til að fjölmenna í íþróttahúsið á Sauðárkróki.

Tindastóll og Drangey léku æfingaleiki um helgina

Drangey spilaði æfingaleik gegn Magna frá Grenivík laugardaginn 28. apríl. Spilað var á Hofsósvelli. Skelfileg byrjun hjá Drangey þeim dýrkeypt,  og komst Magni í 3-0 á fyrstu 20.mín. Eftir þetta komust Drangey meira inn í leikinn og var það Hilmar Þór Kárason sem minnkaði muninn. Góð spilamennska var í liðinu á köflum, og var það síðan Ingvi Rafn Ingvarsson sem minnkaði muninn í 3-2. Það var síðan undir lokinn sem Magni komst í 4-2, og urðu það lokatölur leiksins. Fínir taktar oft á tíðum hjá Drangey og eiga þeir bara eftir að verða betri þegar líður nær sumri. Næsti leikur hjá strákunum er bikarleikur gegn KF, 6.maí á Ólafsfirði.

Tindastóll spilaði gegn Völsungi sunnudaginn 29. apríl á Hofsósvelli. Leikurinn var hin besta skemmtun en fullt af færum voru í leiknum, en mörkin létu á sér standa. Það mátti sjá á leikmönnum að þeir voru pínu ryðgaðir, enda orðið langt síðan spilað var úti, í íslenskri veðráttu og á grasi. Þegar menn fundu taktinn og byrjuðu að halda boltanum betur á grasinu, þá byrjaði að ganga betur. Tindastólsliðið var mun betra í þessum leik og fengu fullt af færum en skoruðu hinsvegar ekki fyrsta markið fyrr en á 70.mín. Þar var að verki Benjamin Everson eftir laglega sendingu frá Theodore Eugene Furness. 10.mín seinna komst Ingvi Hrannar upp vinstri kantinn og sendi fyrir markið, þar sem Ben var fyrstu á boltann og kláraði vel.

Bjarki Már aftur í Tindastól eftir stutta dvöl hjá KF

Reynsluboltinn Bjarki Már Árnason sem kom frá Tindastóli í vetur og spilaði nokkra leiki í Lengjubikarnum fyrir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur ákveðið að leika með liði Tindastóls í sumar. Bjarki Már segir ástæðu félagskiptana vera vegna fjölskyldu sinnar sem býr á Sauðárkróki.  Lárus Orri þjálfari KF er óhress með þetta og var tilbúinn með samning fyrir Bjarka Má en aðeins átti eftir að undirrita hann.

Bjarki Már var lykilmaður í liði Tindastóls í fyrra og var valinn í lið ársins í 2. deild karla. Hann spilar stöðu varnarmanns og hefur leikið 167 leiki í Meistaraflokki og skorað 21 mark.

Tindastóll hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem má lesa hér.

Frétt Fótbolta.net með viðtali við Lárus Orra þjálfara KF má lesa hér.

Lokahóf körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Lokahóf meistaraflokks Tindastóls í körfubolta var haldið síðasta vetrardag með stæl. Helgi Rafn Viggósson var valinn besti leikmaður keppnistímabilsins af félögum sínum og er hann vel að þeim titli kominn.

Eftir gómsætan mat og vel heppnuð skemmtiatriði var komið að hefðbundnum verðlaunaafhendingum sem ávallt ríkir spenna fyrir.

Verðlaunahafar að þessu sinni urðu eftirtaldir leikmenn:

 

 •  Mestu framfarir: Þröstur Leó Jóhannsson og Hreinn Gunnar Birgisson
 •  Stigahæstur: Helgi Rafn Viggósson
 •  Frákastahæstur: Helgi Rafn Viggósson
 •  Besta ástundun: Hreinn Gunnar Birgisson
 •  Efnilegastur: Pálmi Geir Jónsson
 •  Besti varnarmaður: Helgi Freyr Margeirsson
 •  Besti leikmaður kosinn af leikmönnum: Helgi Rafn Viggósson

Helgi Rafn skoraði 8.9 stig að meðaltali í leik og tók 6 fráköst.

Tindastóll spilar við ÍR á föstudaginn á ÍR-velli

Tindastóll og ÍR eigast við Lengjubikarnum í knattspyrnu karla í Reykjavík föstudaginn 13. apríl klukkan 19. Leikurinn fer fram á ÍR-vellinum í Breiðholti. Þetta er baráttan um botnsætið en hvorugu liðinu hefur gengið vel A-deild,2. riðli í Lengjubikarnum í ár. ÍR situr á botninum með 0 stig en Tindastóll er með 1 stig. Bæði lið hafa leikið 6 leiki. Tindastóll hefur náð einu jafntefli og tapað 5 leikjum, skorað 2 mörk og fengið á sig 26.

Vonandi verður þetta leikurinn sem verður upphafið af góðu sumri í boltanum. Hvetjum alla til að mæta og styðja sína menn.

Skíðasvæðið í Tindastóli opið í dag

Skíðasvæðið í Tindastóli verður opið til klukkan 16 í dag. Núna er snjókoma og hægviðri þessa stundina og færið er alveg ágætt.  Það er um að gera að nota nú páskafríið vel og drífa sig á skíði.

 • kl. 10:00 til 16:00 Opið á skíðasvæðinu.
 • Troðin göngubraut bara fyrir alla.
 • Mætum í eftirtektarverðum fötum 
 • kl. 12.00   Paint ball skotið í mark, verð 1000 kr hver 100 skot
 • kl. 13.00   Þrautabraut fyrir 8 ára og yngri allir fá páskaegg að loknum tveimur ferðum.
 • kl. 13.00   Hæfnisbraut á brettum, páskaegg í verðlaun,  mikið hlegið.  
 • Kl. 14:00   Snjóþotu- og sleðarall – Músík í fjallinu.

Öflugur 10.flokkur drengja í körfubolta hjá Tindastóli

Strákarnir í 10. flokki Tindastóls í körfubolta kepptu á sínu síðasta móti á Sauðárkróki um s.l. helgi. Þeir unnu alla sína andstæðinga örugglega og þar með B-riðilinn.

Að sögn Kára Maríssonar þjálfara kom honum mest á óvart hversu yfirburðirnir voru miklir en segir það merki um að menn eru í stöðugri framför. Sannarlega jákvæður og góður endir hjá strákunum.

Úrslit leikjanna:

 • Tindastóll- Hamar/Þór   70-39
 • Tindastóll-Fjölnir b          82-48
 • Tindastóll-Breiðablik     70-44
 • Tindastóll-Fjölnir             80-40

Stigaskor leikmanna: Viðar 57, Pétur 55, Hannes 37, Finnbogi 30, Bjarni 22, Haukur 20, Kristinn 18, Friðrik Hrafn 14, Sigurður Óli 9, Elvar 9, Sighvatur 7, Óli Björn 6,Ingi 6, Ágúst 2.

 

Kári mun nú setja saman 6 lið úr öllum flokkum sínum; 9. 10. og 11. og spila mót út apríl og klára aprílmánuð með einstaklingskeppnum í þrautabraut, þriggja stiga skotum og stinger.

Heimild: Tindastoll.is

Tindastóll fær til sín erlendan leikmann í meistaraflokkinn í knattspyrnu

Tindastóll hefur fengið liðsstyrk fyrir fyrstu deildina í sumar en markvörðurinn Sebastian Furness mun leika með liðinu í sumar. Hann er væntanlegur til landsins í maí.

Furness er fæddur árið 1986 en hann var á mála hjá Middlesbrough frá tíu ára aldri og þar til hann varð 17 ára.

Eftir það fór hann til Hartlepool og í kjölfarið lék Seb með liðum í ensku neðri deildunum. Undanfarin ár hefur Sebastian spilað í bandaríska háskólaboltanum í Texas auk þess að vera markmannsþjálfari þar.

Theo Furness bróðir Sebastian lék með Tindastóli á síðasta ári og bróðir þeirra Dominic mun einnig leika með liðinu í sumar. Auk bræðranna þriggja mun enski sóknarmaðurinn Ben J. Everson leika með Tindastóli í sumar.

Gísli Eyland Sveinsson varði mark Tindastóls þegar liðið komst upp úr annarri deildinni í fyrra en hann lagði hanskana á hilluna í vetur.

Arnar Magnús Róbertsson hefur varið mark Stólanna í Lengjubikarnum en Sebastian mun nú berjast við hann um markvarðarstöðuna.

Heimild: fótbolti.net

Tindastóll átti ekkert í lið KA

KA 5 – 0 Tindastóll:
1-0 Ævar Ingi Jóhannesson (’10)
2-0 Elmar Dan Sigþórsson (’44)
3-0 Jóhann Helgason (’53)
4-0 Gunnar Örvar Stefánsson (’83)
5-0 Brian Gilmour (’89)

Í gærkvöldi tók KA á móti Tindastól í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Það er skemmst frá því að segja að KA vann yfirburðasigur á lánlausum Tindastólsmönnum. KA skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og þrjú í þeim seinni. Áhorfendur voru aðeins 45 í Boganum á Akureyri. Fannar Freyr hjá Tindastóli fékk rautt spjald á 87 mínútu og léku því Tindastólsmenn einum færri síðustu mínúturnar.

Nánari lýsing:

Leikið var í Boganum á Akureyri og það voru heimamenn í KA sem komust yfir á 10. mínútu. Ævar Ingi Jóhannesson skoraði þá laglegt skallamark eftir sendingu frá Hallgrími Mar Steingrímssyni sem hafði leikið vörn Tindastóls grátt.

Á þeirri 44. mínútu bætti Elmar Dan Sigórsson fyrirliði KA manna öðru marki við eftir gott samspil við Jóhann Helgason.

Jóhann Helgason skoraði svo þriðja markið sjálfur í byrjun seinni hálfleiks með flottu skoti vinstra megin fyrir utan teig sem fór í stöngina og inn.

Gunnar Örvar Stefánsson kom KA svo í 4-0 þegar um 7 mínútur voru eftir. Hann fékk þá flotta fyrirgjöf frá varamanninum Kristjáni Frey Óðinssyni og potaði boltanum yfir línuna.

Fimmta markið skoraði svo Skotinn Brian Gilmour sem smellti boltanum í samskeytin úr aukaspyrnu á lokamínútunni.

KA fór ekki upp úr sjötta sæti riðilsins með þessum sigri en er nú komið með sjö stig úr sex leikjum. Tindastóll í sjöunda og næst neðsta sætinu með eitt stig.

Leikskýrslu KSÍ má finna hér.

Liðin voru þannig skipuð:

KA Tindastóll
Byrjunarlið
4 Haukur Hinriksson 2 Loftur Páll Eiríksson
5 Þórður Arnar Þórðarson 3 Pálmi Þór Valgeirsson
6 Srdjan Tufegdzic 4 Magnús Örn Þórsson
8 Brian Gilmour 5 Edvard Börkur Óttharsson
11 Jóhann Helgason 6 Björn Anton Guðmundsson
15 Elmar Dan Sigþórsson  (F) 7 Aðalsteinn Arnarson  (F)
18 Ómar Friðriksson 8 Atli Arnarson
22 Hallgrímur Mar Steingrímsson 10 Fannar Freyr Gíslason
24 Ævar Ingi Jóhannesson 11 Fannar Örn Kolbeinsson
28 Jakob Hafsteinsson 12 Arnar Magnús Róbertsson  (M)
30 Fannar Hafsteinsson  (M) 20 Árni Arnarson