Harður árekstur tveggja bifreiða sem að ekið var úr gagnstæðum áttum varð á þjóðvegi 1, á móts við bæinn Enniskot í Húnaþingi vestra fyrr í dag. Tilkynnt var um slysið rétt fyrir kl.17.00. Tvennt var í hvorri bifreið. Tveir slasaðir voru fluttir með sjúkraflugi frá Blönduósflugvelli til Reykjavíkur og tveir með sjúkrabifreið einnig til Reykjavíkur. Ekki er hægt að segja til um meiðsl fólksins á þessu stigi.

Blönduóssflugvöllur var lokaður vegna snjóalaga en opnaður með snjómoksturstækjum um leið og fréttist af slysinu. Tildrög slyssins eru í rannsókn.