Tag Archives: landanir í skagafirði

Landanir og losanir á Sauðárkrókshöfn

Á föstudaginn 13. apríl var verið að losa áburð fyrir Skeljung, úr Hollensku flutningaskipi er Waaldijk heitir, samtals um 1.795 tonn. Þar af eru 315 tonn sem átti að skipa upp á Hvammstanga en eru sett á land á Sauðárkróki.

Í vikunni sem leið lönduðu Klakkur SK-5 og Málmey SK-1.  Málmey var með 403 tonn af frosnum afurðum, mest var af karfa eða 160 tonn, 75 tonn af ýsu, 58 tonn af ufsa og 86 tonn af þorski. Einnig var slæðingur af ýmsum öðrum tegundum.  Klakkur var með 107 tonn af fiski. Uppistaðan þorskur, um 82 tonn, 12 tonn ufsi og slattar af öðrum tegundum.  Þá var hann einnig með 7 tonn af þorsklifur.

Grásleppuveiðin gengur bærilega, en þó var eitthvað um að net vöðluðust saman í NA skoti sem gerði fyrripart vikunnar sem leið, en ekkert stórtjón.

Landanir á Sauðárkróki

23. janúar s.l. var verið að landa úr Klakk SK-5 96 tonnum af þorski og 20 tonnum af ýsu ásamt smávegis af öðrum tegundum. Í síðustu viku landaði Klakkur 88 tonnum af þorski 7 tonnum af ýsu og smáslöttum af öðrum tegundum. Frystiskipin eru svo væntanleg upp úr næstu helgi.

Í byrjun árs var flutningaskipið Svanur hér með 67 tonn af salti og var það til matvælaframleiðslu.

22. janúar var tankskipið Stella Orion með 400 tonn af bitumen fyrir Vegagerðina.