Aðsókn í sundlaugarnar í Skagafirði í sumar var fremur dræm framan af en það glæddist til þegar á leið og var +7,2% í ágúst samanborið við ágúst 2020. Tilfinning starfsmanna var að færri Íslendingar hafi verið á ferðinni en í fyrra og aukningin sem varð seinni part sumars megi rekja til fjölgunar erlendra ferðamanna eftir tilslakanir á landamærum. Aðsókn í september var einnig mjög góð miðað við síðasta ár, þar sem mun fleiri erlendir ferðamenn virðast hafa verið á svæðinu miðað við september í fyrra. Rúmlega 20 þúsund heimsóttu sundlaugina á Hofsósi í sumar en tæplega 10 þús heimsóttu laugina á Sauðárkróki og einnig á Varmahlíð.
Covid-19 hefur augljóslega haft talsverð áhrif á aðsókn síðustu tvö sumur og þá sér í lagi á Hofsósi sem reiðir sig mikið að aðsókn erlendra gesta, þó að aðsóknin í fyrra hafi verið með ágætum, þökk sé innlendum ferðamönnum.
Heimild: skagafjordur.is