Alls hafa 161 skemmtiferðaskip tilkynnt um komu sína til Akureyrar í sumar, en síðasta sumar voru þetta 138 skip og er því talsverð aukning af skipum í ár. Reiknað er með um 160 þúsund farþegum til Akureyrar með skemmtiferðaskipum en á síðasta ári voru farþegar rétt innan við 128 þúsund.  Skipin koma á tímabilinu maí fram í október.

Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur síðan til Akureyrar 30. maí en það er Norwegian Getaway með rétt um 4.000 farþega og 1.646 manna áhöfn.

Í Grímsey er von á 41 skemmtiferðaskipi og 6 til Hríseyjar.

Skipum fjölgar líka í Hrísey en síðasta ár voru 29 skemmtiferðaskip, en fækkun er í Hrísey, en þar voru á síðasta ári 12 skip.