Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur gert samning við miðjumanninn Vitor Vieira Thomas, en hann er uppalinn hjá félaginu og hefur leikið 18 KSÍ leiki fyrir félagið með meistaraflokki og skorað þrjú mörk.  Vitor gekk óvænt til liðs við Val í upphafi ársins 2018, en hann lék með 2. flokki félagsins á síðasta ári. Mikil samkeppni er um allar stöður hjá Val og því erfitt fyrir unga og efnilega leikmenn að brjóta sér leið í aðalliðið í meistaraflokki.

Vitor á klárlega eftir að styrkja lið KF í sumar og frábært hjá félaginu að fá uppalda leikmenn aftur til félagsins.

Við tókum viðtal við Vitor árið 2017 skömmu fyrir Íslandsmótið, sem má lesa hér á vefnum.