Vegagerðin gerir ráð fyrir að byrjað verði strax eftir verslunarmannahelgi að gera stöpla undir bráðabirgðabrú og leggja vegi fyrir vinnuumferð í tengslum við gerð Vaðalheiðarganga.
Verktakafyrirtækið G. Hjálmarsson á Akureyri átti lægsta tilboð í verkið og hefur verið samið við fyrirtækið, aðeins á eftir að ganga formlega frá samningum.
Allt efni sem grafið verður út úr fyrirhuguðum Vaðlaheiðargöngum Eyjafjarðarmegin þarf að flytja yfir þjóðveg eitt og því þarf að byggja brú yfir veginn svo almenn umferð þar um verði ekki fyrir truflunum.
Heimild:Rúv.is