Starfsmaður Vatnajökulsþjóðgarðs segir að þurfi jafnmarga þjónustuaðila á hálendinu til að sinna tíu ferðamönnum og hundrað. Það þurfi samstillt átak margra eigi hálendisvegir að opna fyrr á sumrin.

Ferðaþjónustufólk á Norðurlandi hefur bent á að hægt sé að opna suma hálendisvegi miklu fyrr en gert er. Norðan Vatnajökuls eru sumir vegir sem ekki liggja um friðlönd með viðkvæmu lífríki orðnir auðir. Hægt væri að hleypa ferðafólki að hálendisperlum eins og Öskju og Kverkfjöllum. „Við erum mjög náttúrutengd og viljum láta náttúruna njóta vafans í öllum en  eins og núna er klárt að það má opna inn á hálendið, hálendið er tilbúið til að opna,“ segir Vilhjálmur Vernharðsson, ferðaþjónustubóndi á Möðruvöllum

Fjöldi ferðafólks kemur hingað á þjónustusvæði ferðafélags Akureyrar í Dreka á leið í Ösku á sumri hverju. Skálarnir eru þó allajafna ekki opnaðir fyrr en eftir miðjan júní – enda er vegurinn lokaður
„Það þurfa margir aðilar að vera samstíga, ekki bara þjóðgarðurinn, ekki bara vegagerðin, heldur líka rekstraraðilar þjónustunnar eins og er hér bakvið mig, það þarf hreinlætisaðstöðu, það þarf að þrífa hana, það þarf að veita upplýsingar, það þarf að tryggja öryggi fólks. Fram hjá þessu verður ekkert litið og vegagerðin ein getur ekki sagt og ákveðið nú bara opnum við veginn hérna þvert á allt svona, það bara gengur ekki,“ segir Kári Kristjánsson, starfsmaður Vatnajökulsþjóðgarðar, og bætir því við að tíu til fimmtán ferðamenn á dag þýði svipaðan mannafla og aðbúnað fyrir þessa ferðamenn eins og þeir væru hundrað og fimmtíu.