Fulltrúar í félags- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa lagt til að Hvatapeningar sem ætlaðir eru til niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundastarfs barna á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í Skagafirði, hækki úr 25.000 krónum í 40.000 krónur frá og með 1. janúar 2022.

Reglur um Hvatapeninga sem samþykktar voru á fundi nefndarinnar þann 7. nóvember 2019 verða óbreyttar.

Málinu var vísað til byggðarráðs Skagafjarðar til samþykktar.