Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar vill athuga möguleika á því að koma til móts við barnafjölskyldur í Fjallabyggð á þá vegu að fella niður vistunargjald Leikskóla Fjallabyggðar fyrir föstudaginn 27. desember og mánudaginn 30. desember ef foreldrar kjósa að hafa börn sín í fríi þá daga.

Bæjarráð Fjallabyggðar mun fjalla nánar um málið á næsta fundi.