Ungmenna- og Íþróttasamband Fjallabyggðar stendur fyrir Vetraleikum í Fjallabyggð. Dagskráin hófst með stóru blakmóti dagana 24.-25. febrúar. Næstu daga verður meðal annars frítt í sund og líkamsrækt í Fjallabyggð.

Dagskrá Vetraleika:

  •   Fimmtud. 2. mars  – Frítt í sund og rækt á Siglufirði í boði Fjallabyggðar
  •   Fimmtud. 2. mars  – Opin æfing í fimleikum hjá Umf Glóa í íþróttahúsinu í Ólafsfirði kl. 16.00 – 17.50
  •   Fimmtud. 2. mars  – Nemendafélag MTR á skíðum/brettum í Skarðdal í Siglufirði kl. 18 – 21
  •   Föstud. 3. mars       – Frítt í sund og rækt á Siglufirði í boði Fjallabyggðar
  •   Laugard. 4. mars     – Ævintýrabraut, Bobbbraut og Leikjabraut á Skíðasvæðinu í Skarðdal í Siglufirði kl. 11 – 16
  •   Skíðafélag Siglufjarðar býður krökkunum upp á heitt kakó
  •   Laugard. 4. mars    –  Hestamannaf. Gnýfari í Ólafsfirði með opið í reiðskemmu og veitingar í Tuggunni kl. 13 – 15
  •   Sunnud. 5. mars     – Umf Glói með útileiki á Blöndalslóð á Sigló kl. 13 (við Raffó) Kakó og kruðerí á eftir í Ljóðasetri
  •   Mánud. 6. mars       – Frítt í sund og rækt í Ólafsfirði í boði Fjallabyggðar
  •   Þriðjud. 7. mars       – Frítt í sund og rækt í Ólafsfirði í boði Fjallabyggðar