Verzlun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki, sem nú hefur starfað í rúma öld, lýkur nú brátt göngu sinni. Verzluninni verður lokað frá og með 31. mars næstkomandi. Fram að þeim tíma verða nær allar vörur í versluninni seldar með 50% afslætti, og ættu allir að gera góð kaup.
Eins og kunnugt er á verslunin fáa sér líka og þar fæst nánast allt milli himins og jarðar í anda Bjarna Har.
Myndlýsing ekki til staðar.