RANNÍS hefur tilkynnt um niðurstöðu fyrri úthlutunar úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir árið 2020. Að þessu sinni hafði sjóðurinn um 105 milljónir króna til úthlutunar og hlutu alls 73 verkefni styrk. Í styrktum verkefnum eru 125 nemendur skráðir til leiks í alls 350 mannmánuði. Alls fengu fimm verkefni sem tengjast starfsemi á Norðurlandi vestra brautargengi.

Styrkir á Norðurlandi vestra:

  •  Sáttanefndir og störf þeirra í Þingeyjarsýslu 1798- 1936 – Rannsóknarsetur HÍ á Norðurlandi vestra– 1800 þúsund –  6 mannmánuðir – 2 nemar
  •  Endurnýting ofurtölva til jöfnunar á orkusveiflum – Etix Everywhere Borealis rekstraraðili Gagnaversins á Blönduósi – 900 þúsund – 3 mannmánuðir – 1 nemi
  •  Sjálfvirk dýptarstýring umhverfismæla í hafi og skráningar í gagnagrunn – Náttúrustofa Norðurlands vestra og Biopol ehf.- 1800 þúsund – 6 mannmánuðir – 2 nemar
  •  Notkun staðbundinna sjálfvirkra myndavéla til vöktunar á landsel í mikilvægum látrum – Hafrannsóknarstofnun, Hvammstanga – 900 þúsund – 3 mannmánuðir – 1 nemi
  •  Hugmyndavinna og framtíðarsýn fyrir húsakynni Kvennaskólans og Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi – 1500 þúsund – 5 mannmánuðir – 5 nemar

Alla styrkina má sjá á skýrslu frá Rannís.