Söngkeppni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra var haldin með glæsibrag á föstudagskvöldið s.l. og var keppni geysihörð. Það voru þær María Ósk Steingrímsdóttir og Margrét Petra Ragnarsdóttir sem báru sigur úr bítum með lagið Dance with Somebody sem Whitney Houston gerði vinsælt fyrir nokkrum árum. Þær María og Margrét munu keppa fyrir hönd skólans í Söngkeppni Framhaldsskólanna í apríl.
Sigvaldi Gunnarsson hlaut annað sætið með lagið Gaggó Vest, Jónatan Björnsson hreppti þriðja sætið en hann söng lagið Lips of an Angel og í fjórða sæti varð Ólöf Rún Melstað með lagið Stronger.