Valur Reykjalín Þrastarson er kominn með leikheimild með KF. Hann fór yfir í Val Reykjavík í byrjun árs 2018. Valur hefur leikið 36 leiki fyrir KF í deild og bikar og skorað í þeim 4 mörk. Hann mun klárlega styrkja hóp KF verði hann laus við meiðsli og í góðu leikformi í sumar. Valur lék upp yngri flokkana hjá KF, er tvítugur og efnilegur leikmaður. Hann hefur mest leikið framarlega á miðju eða sókn.