Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar hefur samþykkt breytingar á gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2022. Athygli vekur að leiga á DVD mynddiskum verður gjaldfrjáls en var 350 kr.

Þá var samþykkt að dagsektir hækki úr 20 kr í 30 kr, millisafnalán úr 900 kr í 1.200 kr og ljósritun hækkar 10-30 kr eftir stærðum. Leiga á DVD mynddiskum verður gjaldfrjáls en var 350 kr.

Byggðarráð tekur lokaákvörðun varðandi þessar gjaldskrárbreytingar.