Skarðsdalurinn á Siglufirði er fallegur að sjá á vetri til og einnig sumrin. Þarna sameinast útivistarparadísin á Siglufirði með skíðasvæði, skógrækt, nýjum golfvelli, gönguleiðum og svo Skarðdalsveginum sem er skemmtileg ferðamannaleið þegar sá vegur er opinn. Mikil uppbygging verður áfram á þessu svæði á næstu árum.