Skagafjörður óskar eftir tilboðum í skólaakstur í Skagafirði. Um er að ræða skólaakstur milli heimilis og grunnskóla samkvæmt akstursáætlun sem samanstendur af 17 akstursleiðum sem skipt er upp í 17 samningshluta og bjóðendur geta lagt fram tilboð í einn samningshluta eða fleiri.

Hægt er að sækja öll útboðsgögn án greiðslu á útboðsvefnum www.tendsign.is. 

Tilboðum skal skilað með rafrænum hætti á útboðsvef eigi síðar en kl. 12:00 þann 1. ágúst 2023.

Nánari upplýsingar má finna á www.consensa.is/utbod/auglyst-utbod.

Vegna formgalla í útboði nr. 2302 var tekin ákvörðun um að fella niður útboð nr. 2302 – Skólaakstur í Skagafirði 2023-2028 og auglýsa útboð á nýjan leik.