Golfklúbbur Fjallabyggð hélt tíundu miðvikudagsmótaröðina þann 7. ágúst síðastliðinn á Skeggjabrekkuvelli. Alls verða mótin 12 svo nú líður að lokum í þessari mótaröð, þar sem 5 bestu mótin gilda til lokaúrslita. Keppt var í Áskorendaflokki og opnum flokki. Alls tóku 19 kylfingar þátt í þessu móti, sem er innanfélagsmót GFB. Öll úrslit má finna á golf.is.

Úrslit í áskorendaflokki:

  1. Jóhann Júlíus Jóhannsson með 19 punkta
  2. Smári Sigurðsson með 14 punkta
  3. Róbert Pálsson með 11 punkta

Úrslit í opnum flokki:

  1. Sigríður Guðmundsdóttir með 17 punkta
  2. Bergur Rúnar Björnsson með 17 punkta
  3. Ármann Viðar Sigurðsson með 16 punkta