Sigló Hótel open golfmótið var haldið laugardaginn 3. ágúst á Siglógolf á Siglufirði og mættu 53 kylfingar til leiks. Síldarævintýrið á Siglufirði stóð sem hæst, og voru nokkrir kylfingar komnir langt að til að taka þátt í mótinu.
Veðrið var mjög fínt þegar mótið hófst, sólarglæta að skein í gegnum þokuna og veðrið hið besta þegar allir komu upp í golfskála eftir að móti lauk. Fólk var almennt séð ánægt með daginn og þá sérstaklega hvað völlurinn var frábær og rennslið á flötunum gott.
Sigló Hótel og Hannes Boy styrktu mótið með frábærum vinningum.
Úrslit:
Karlaflokkur:
- Jóhann Már Sigurbjörnsson, frá GKS – 35 punktar (betri seinni 9 holurnar)
- Salmann Héðinn Árnasson, frá GKS – 35 punktar
- Óðinn Freyr Rögnvaldsson, frá GKS – 34 punktar
Kvennaflokkur:
- Ólína Þórey Guðjónsdóttir, frá GKS – 40 punktar
- Guðrún Þorsteinsdóttir, frá GS – 37 punktar
- Sólrún Ólína Sigurðardóttir, frá GR – 34 punktar
Nándarverðlaun á par 3 brautum:
6. hola – Tómas Kárason
7. hola – Arnar Freyr Þrastarson
9. hola – Ólafur Haukur Kárason