Annað mót í Miðvikudagsmótaröðinni hjá GFB fór fram 12. júní sl. en alls eru þetta 12 mót og gilda bestu fimm mótin til sigurs. Keppt er í opnum flokki með forgjöf 26.4 og lægri og áskorendaflokki. Sautján kylfingar voru mættir til leiks þennan miðvikudaginn á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Alls tóku 17 þátt í þessu móti.
Í fyrsta sæti í þessu móti var Jóhann Júlíus Jóhannsson með 22 punkta hann var með skráð 28 í forgjöf en lék á 11. Í öðru sæti var Fylkir Þór Guðmundsson með 21 punkt, hann var með skráð 4 í forgjöf. Í þriðja sæti var Rósa Jónsdóttir með 20 punkta, hún er með skráð 16 í forgjöf en lék á 6.
Enginn fékk örn í þessu móti en fjórir fengu fugl á 7. holu og níu pöruðu 5. holu. Flestir skrambar komu á 3. holu eða 11.