Miðvikudagsmótaröðin er hafin hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar, en alls eru þetta 12 mót og gilda bestu fimm mótin til sigurs. Mótið hefst kl. 19:00 á miðvikudögum í sumar og er innanfélagsmót. Keppt er í opnum flokki með forgjöf 26.4 og lægri og áskorendaflokki.  Alls tóku 18 þátt í fyrsta mótinu sem var haldið sl. miðvikudag á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Margir kylfinganna léku mjög vel og langt undir sinni skráðu forgjöf í þessu fyrsta móti.

Í opnum flokki með forgjöf 26,4 og lægri var Sigríður Guðmundsdóttir í 1. sæti með 20 punkta, Sara Sigurbjörnsdóttir í 2. sæti með 19 punkta og Hafsteinn Þór Sæmundsson í 3. sæti með 18 punkta.  Í opnum flokki með 26,5 og hærri forgjöf var Jóna Kristín Kristjánsdóttir í 1. sæti með 20 punkta, Sigríður Munda Jónsdóttir í 2. sæti með 19 punkta og Jóhann Júlíus Jóhannsson í 3. sæti með 16 punkta.

17 stig eru gefin fyrir 1. sæti, 14 stig fyrir 2. sæti og 12 stig fyrir 3. sætið, og svo koll af kolli.

Stutt er í næsta mót, en það verður miðvikudaginn 12. júní á Skeggjabrekkuvelli.