Rauðkumótaröðin í golfi hófst á miðvikudaginn sl. á Siglógolf á Siglufirði. Alls eru mótin 10 og gilda 5 bestu mótin til stiga í mótaröðina. Alls voru 15 skráðir til leiks og mættu 14 á rástíma, þrjár konur og ellefu karlar. Í fyrsta sæti var Finnur Mar Ragnarsson með 24 punkta og var hann með 9 í forgjöf fyrir mótið en lék á 0. Í öðru sæti var Sindri Ólafsson með 19 punkta, hann var með skráða 12 í forgjöf en lék á 6. Í þriðja sæti var Ólína Þórey Guðjónsdóttir með 19 punkta, hún var með skráð 14 í forgjöf en lék á 6.
Í dag fer svo fram mótið Vanur/óvanur á Siglógolf á vegum GKS og hefst kl. 13:00. Þetta mót er svokallað Texas scrable. Í Textas Scramble leika tveir leikmenn saman í liði. Leikurinn fer þannig fram að báðir leikmenn slá af teig og velja síðan betra teighöggið. Því næst slá báðir af þeim stað og velja svo aftur betra höggið. Þannig gengur leikurinn þar til einn bolti er kominn í holuna.
Kylfingar, klúbbur og forgjöf f. mótið.
Benedikt Þorsteinsson | GKS | 9.8 |
Finnur Mar Ragnarsson | GKS | 17.4 |
Grétar Bragi Hallgrímsson | GA | 12.3 |
Jóhann Már Sigurbjörnsson | GKS | 4.0 |
Jóhanna Þorleifsdóttir | GKS | 30.9 (28.0) |
Jósefína Benediktsdóttir | GKS | 22.1 |
Kristófer Þór Jóhannsson | GKS | 35.5 (24.0) |
Magnús Magnússon | GKS | 26.7 (24.0) |
Ólafur Haukur Kárason | GKS | 17.4 |
Ólína Þórey Guðjónsdóttir | GKS | 21.0 |
Sindri Ólafsson | GKS | 20.7 |
Stefán G Aðalsteinsson | GKS | 24.1 (24.0) |
Sævar Örn Kárason | GKS | 11.3 |
Þorsteinn Jóhannsson | GKS | 11.8 |