Hátíð í heimabyggð

Verður haldin laugardagskvöldið 27. október í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Matur, gleði og gaman.

Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:00  en húsið opnar kl 19:30.

Þórhallur Magnús Sverrisson sér um matinn og á boðstólnum verður:

Forréttur

  • Sjávarréttarsúpa með bláskel og humar.
  • Graskerssúpa.

Aðalréttur

  • Grillhlaðborð að hætti kokksins.

Veislustjórn verður í höndum Ingvars Helga Guðmundssonar.

Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 4512465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 24.október.  Greiða þarf fyrir miðana með reiðufé.

Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 6500 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik í syngjandi sveiflu með Klaufum, sem hefst kl 00:00, þá kostar það litlar 3000 kr.

Enginn posi á staðnum!

Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins 2012 af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.

 Efri Fitjar – Grafarkot – Lækjamót

Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun .