Golfklúbbur Sauðárkróks hélt uppskeruhátíð sína fyrir barna-og unglingastarf klúbbsins mánudaginn 20.ágúst s.l. í golfskálanum á Hlíðarendavelli í blíðskaparveðri 25° hiti og logn. 30 voru skráðir í golfskólann í sumar í lengri eða skemmri tíma. Þá voru einnig 8-12 krakkar í hverri viku sem tóku þátt í námskeiðum á vegum SumarTím sem fóru fram á golfvellinum milli 8 og 9:30 alla mánudaga til fimmtudaga.
Flestir þeirra sem tóku þátt í golfskólanum í sumar mættu ásamt foreldrum sínum. Að venju fengu allir viðurkenningar fyrir sumarið. Síðan veitti Thomas sérstakar viðurkenningar fyrir sumarið. Fyrir bestu ástundun nýliða hlaut Arnar Freyr Guðmundsson sérstaka viðurkenningu. Fyrir bestu ástundun sumarsins hlaut Hákon Ingi Rafnsson sérstaka viðurkenningu. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir mestu framfarir í sumar en fjölmargir hafa lækkað forgjöf sína mikið í sumar. Atli Freyr Rafnsson og Matthildur Kemp Guðnadóttir hlutu þessar viðurkenninigar. Að endingu voru útnefndir bestu kylfingar sumarsins í golfskólanum. Í flokki drengja hlaut Elvar Ingi Hjartarson þessa nafnbót en í flokki stúlkna var það Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir sem var útnefnd.
Heimild: GSS.is