Fjarðargangan fer fram á Ólafsfirði laugardaginn 8. febrúar 2020 á vegum Skíðafélags Ólafsfjarðar. Uppselt er orðið í gönguna og hafa 240 skráð sig, en hægt er að skrá sig á biðlista. Í boði verða 30 km. ganga fyrir 17 ára og eldri, 15 km. fyrir 12 ára og eldri og 5 km. fyrir alla aldurshópa. Allir þátttakendur fá verðlaunapening og halda sínu keppnisnúmeri. Gangan hefst kl. 11:00 og verður veisla í Tjarnarborg kl. 15:00.

Drög að dagskrá 7.-8. febrúar 2020
Föstudaginn 7. febrúar:
Afhending gagna og brautarlýsing
Laugardag 8. febrúar
11:00: Fjarðargangan – allir flokkar ræstir
15:00: Veisla í Tjarnarborg, verðlaun, útdráttarverðlaun, kaffihlaðborð.

Mynd frá Visit Olafsfjordur.