Kæru íbúar Húnabyggðar
Vegna þeirra hræðilegu atburða sem gerðust í okkar góða samfélagi snemma í morgun köllum við hér með á lokaðan íbúafund í Félagsheimilinu klukkan 20:00 í kvöld.
Séra Magnús Magnússon mun stýra fundinum en á fundinum mun Birgir Jónasson lögreglustjóri fara yfir málsatvik að því leiti sem unnt er.
Að fundinum loknum verður boðið upp á sálrænan stuðning og samveru í Blönduóskirkju.
Hvetjum alla til að mæta og sýna hvert öðru stuðning á þessum erfiðu tímum.
Með góðri kveðju,
Sveitarstjórn Húnabyggðar