Eftir að eldur var slökktur í húsi Seguls 67 við Vetrarbraut á Siglufirði var bruggverksmiðjan reykræst strax um kvöldið. Í framhaldinu var unnið við að þrífa allt svæði verksmiðjunnar og einnig var farið yfir rafmagn og rafmagnstöflur þrifnar. Eldur kom upp í norðurenda hússins sem unnið var í að gera klárt fyrir framtíðarverkefni fyrirtækisins. Einn veggur hélt eldinum frá verksmiðjunni annars hefði tjónið orðið mun meira. Bjórbirgðir Seguls 67 voru í miðju húsinu og urðu þær fyrir skemmdum.  Þónokkuð tjón varð á húsnæðinu þar sem eldurinn kom upp.

Um 5000 lítrar af bjór eru í tönkum brugghússins sem verða klárir til átöppunar innan tveggja vikna og þegar allt hefur verið þrifið og skoðað. Framleiðslan er þó stopp næstu daga meðan unnið sé úr aðstæðum.