Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti Sauðárkrók á laugardaginn síðasta og sat fund með heimamönnum, þar sem ræddir voru möguleikar þess að koma áætlunarflugi aftur í gang til Sauðárkróks. Fundurinn góður og menn einhuga um að leysa verkefnið.

Fleiri fundir verði haldnir í vikunni um málið og vonandi verði hægt að greina frá niðurstöðu um málið í næstu viku.