Um liðna helgi fór fram Íslandsmót ungmenna í strandblaki í Laugardalnum í Reykjavík. Keppt var í U15 ára flokknum hjá báðum kynjum. Eitt strákalið frá Blakfélagi Fjallabyggðar tók þátt en það voru bræðurnir Alex Helgi og Sebastían. Þeir stóðu sig mjög vel og sigruðu alla sína leiki og urðu þar með Íslandsmeistarar í sínum flokki.

Mynd frá Blakfélag Fjallabyggðar.