Öll börn í Dalvíkurbyggð fá heyrnahlífar að gjöf þegar komið er með þau í 6 mánaða ungbarnaskoðun á Heilsugæslu í Dalvíkurbyggð. Hlífarnar eru gjöf frá konunum í Slysavarnafélaginu Dalvík. Þær vilja með þessu árétta mikilvægi þess að vernda heyrn ungra barna sem getur skemmst í miklum hávaða, eins og á tónleikum, flugeldasýningum, viðvarandi hávaði heima fyrir, í verslunarmiðstöðvum og í umferðinni svo eitthvað sé nefnt. Fólk er almennt séð ekki nógu vakandi fyrir þessari hættu. Heyrnaskjól draga verulega úr hávaða og lítil eyru þurfa á þeim að halda.
 
Á myndinni má sjá Hólmfríði Amalíu Gísladóttur stjórnarskonu slysavarnadeildarinnar afhenda Láru Bettý Harðardóttur, hjúkrunarforstjóra heilsugæslunnar á Dalvík fyrstu heyrnahlífarnar.
Mynd: Landsbjorg.is