Umferðarslys varð upp úr kl.16.00 í dag á Hólavegi í Hjaltadal í Skagafirði. Þar skullu saman tvær bifreiðar sem að komu úr gagnstæðum áttum. Aðstæður á vettvangi voru ekki góðar, snjór og hálka.

Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins en í annarri bifreiðinni voru tveir aðilar en einn í hinni bifreiðinni. Hólavegur var lokaður vegna rannsóknar á vettvangi um tíma eftir slysið.

Aðilarnir í slysinu voru fluttir með sjúkrabifreiðum á Sauðárkrók og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ekki er vitað nákvæmlega með meiðsl fólksins en þau eru samt sem áður ekki talin lífshættuleg.