Mikill samdráttur var í umferðartölum í maí mánuði á Norðurlandi samkvæmt gögnum frá Vegagerðinni. Alls var um 25,8% samdráttur miðað við maí 2019. Uppsafnaður samdráttur frá áramótum á Norðurlandi er 31,6% sem er það mesta á landsvísu.