Umferð hefur gengið vel til Fjallabyggðar og engar tafir hafa verið í Strákagöngum né Múlagöngum síðustu daga. Umferðartölur sýna að ekki hefur orðið um mikla aukningu á milli daga þrátt fyrir tvær hátíðir séu nú haldnar í Fjallabyggð.

Á fimmtudag fóru 771 bíll um Siglufjarðarveg og 994 bílar á föstudag. Um Héðinsfjarðargöng fóru 1325 bílar á föstudag og 1512 bílar á föstudag. Um Múlagöng fóru 1218 bílar á fimmtudag og 1339 á föstudag.