Barokkhátíð Barokksmiðju Hólastiftis verður haldin á Hólum í Hjaltadal í fjórða sinn
dagana 21.-24. júní 2012.

Dagskráin verður lífleg með tónlist, dansi, fræðslu, skemmtun, barokkmessu og
hátíðartónleikum. Hátíðin hefst með hádegistónleikum fimmtudaginn 21. júní og
lýkur með tónleikum sunnudaginn 24. júní kl. 14.
Á hátíðinni verður m.a. meistaranámskeið í söng og dansnámskeið undir leiðsögn
Ingibjargar Björnsdóttur listdansara þar sem kenndir verða dansar frá
barokktímabilinu. Fræðslufyrirlestra og tónleika halda m.a. Viljálmur Ingi
Sigurðarson, Sigurður Halldórsson og Hildigunnur Halldórsdóttir, Petri Arvo,
Q Consort auk annarra listamanna. Haldnir verða þrennir hádegistónleikar í umsjón
þekktra tónlistamanna auk hátíðartónleika og söngstunda.

Dansnámskeiðið er ókeypis og öllum er velkomið að fylgjast með söngnámskeiðinu.
Aðgangur er einnig ókeypis að öllum tónleikum og fyrirlestrum á hátíðinni.
Vinsamlegast skráið þátttöku í netfanginu barokksmidjan@holar.is eða guttikristin@simnet.is.

Gistingu má panta hjá Ferðaþjónustunni á Hólum í síma 453-6333
Allir eru velkomnir!
Barokkmessa verður haldin sunnudaginn 24. júní kl. 11 í Hóladómkirkju.
Lokatónleikar Barokkhátíðarinnar 2012 verða haldnir sunnudaginn 24. júní kl. 14 í
Hóladómkirkju. Efnisskráin er blanda af fyrir fram æfðu efni og afrakstri
hátíðarinnar.
Aðgangur ókeypis.

Söngnámskeið í barokksöng verður á hátíðinni.

Ingibjörg Björnsdóttir verður með námskeið í barokkdansi, opið öllum.
Sigurður Halldórsson og Hildugunnur Halldórsdóttir halda utan um
hljóðfæraleikara hátíðarinnar og setja saman dagskrá lokatónleikanna.
Á Hólum í Hjaltadal er rekin ferðaþjónusta með fjölbreyttu gistiúrvali.

Gestir geta leigt íbúðir, stök herbergi eða lítil einbýlishús eða parhús. Einnig er frábært tjaldsvæði í skóginum norðan við skólann. Panta má gistingu eða tjaldstæði hjá Ferðaþjónustunni á Hólum í síma 455-6333 eða með því að senda póst á netfangið booking@holar.is.

Einnig er hægt að hafa samband við Kristínu Höllu í gsm: 868-6851
Tengiliðir við hátíðina eru: Kristín Halla Bergsdóttir viðburðastjórnandi,
netfang: guttikristin@simnet.is og gsm. 868-6851 og svo netfang Barokksmiðjunnar: barokksmidjan@holar.is