Tindastóll heldur Króksmótið á Sauðárkróki um helgina. Um 700 strákar taka þátt frá rúmlega 20 liðum í 6.-7. flokki. Búast má við að um 2500 manns komi á mótið, foreldrar, þjálfarar og aðrir fylgjendur. Fjöldi leikja verður í dag og á morgun þar sem keppt verður á 12 völlum og hófst dagskráin kl. 9:00 og stendur frameftir degi. Leikið er í 2×8 mínútur.
Flest liðin koma frá KA en félagið kemur með 19 lið, Þór kemur með 15 lið, Valur með 11 lið og Tindastóll 10 lið. Önnur lið á mótinu eru: Afturelding, Fylkir, Einherji, Grindavík, Grótta, Hvöt, Höttur, KF/Dalvík, Kormákur, Leiknir, Magni, Smári, UMF Langnesinga, Vestri og Völsungur.