Tíunda starfsár Menntaskólans á Tröllaskaga er hafið.  Skráðir nemendur eru um 360 á haustönn. Fjarnemar eru þar í miklum meirihluta, eða um 260.  Starfsmenn eru 25 og mjög litlar breytingar á starfsmannahópnum frá fyrra ári. Foreldrafundur verður haldinn miðvikudaginn 28 ágúst kl. 17:00. Þar verður kynning á kennslufyrirkomulagi og kosið til trúnaðarstarfa í foreldraráði MTR.

Nýnemadagur MTR verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst. Þar verður boðið upp á Sápubolta og sund, gestir koma frá grunnskólunum, Húlladúllan mætir á svæðið, Tölvuklúbburinn mætir með læti og grillveisla.

Mynd: Bjarni Grétar Magnússon/ Héðinsfjörður.is