Sveitarfélagið Skagafjörður var með útboð á Evrópska efnahagssvæðinu vegna hádegisverðar fyrir leikskólann Ársali og Árskóla á Sauðárkróki. Aðeins bárust tvö tilboð í verkið, frá Stá ehf. og frá Grettistak veitingar. Stá ehf. bauð 508 kr. í hverja máltíð og Grettistak veitingar bauð 570 kr.
Fræðslunefnd Skagafjarðar hefur samþykkt að taka tilboði Stá ehf, sem er lægstbjóðandi.