Vörðukórinn heldur tónleika í Blönduóskirkju klukkan 17, laugardaginn 5. maí næstkomandi. Vorið og vorkoman er að þessu sinni viðfangsefni Vörðukórsins. Fjölbreytt tónlist, íslensk og erlend.
Vörðukórinn er skipaður söngfólki af Suðurlandi, aðallega úr uppsveitum Árnessýslu. Kórinn hefur starfað af krafti frá stofnun árið 1995 og hefur gegnum árin flutt fjölbreytta tónlist við ýmis tækifæri.
Stjórnandi er Eyrún Jónasdóttir.