Það blasir við að Tom Cruise æði sé í uppsiglingu á Norðurlandi í kjölfar fréttanna um komu bandaríska stórleikarans til landsins vegna töku á nýjustu mynd sinnar, Oblivion.  Nú síðdegis hafði verið komið upp vegatálmum  við afleggjarnn niður að Hrossaborg í Mývatnssveit vegna kvikmyndatökunnar en ekki er vitað hvort stórstjarnan er þar á staðnum. Tökur á myndinni munu fara fram víða um landið. Um 200 manna lið   mun komið til landsins af þessum sökum.

Cruise mun ætla að halda upp á 50 ára afmæli sitt í glæsivillunni Hrafnabjörgum, áður lúxusvilla Jóhannesar í Bónus, á meðan dvöl hans stendur í Vaðlaheiðinni þann 3. júlí. Það var Akureyri Vikublað sem vakti athygli á þessum þætti heimsóknarinnar, en fullyrt er að Thomas Martin Seiz, svissneski auðkýfingurinn sem keypti Hrafnabjörg, hafi leigt Hollywood leikaranum hús sitt. Cruise mun verja nokkrum vikum hér á landi við tökur en svo vill til að hann mun fagna 50 ára afmæli sínu á meðan Íslandsdvölinni stendurHugsanlegt er að Akureyringar og nærsveitarmenn gætu rekist á Tom Cruise á götu og þurfa í það minnsta ekki að kippa sér upp við að sjá stórleikaranum bregða fyrir.

Heimild: vikudagur.is