Björgunarsveitin Tindur í Ólafsfirði hefur tilkynnt Jóni Helga Björnssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, að ekki hafi reynst mögulegt að manna í sjálfboðavinnu vettvangsliðateymis í Ólafsfirði sem sinna átti fyrsta viðbragði/hjálp við útkall sjúkrabifreiðar í Ólafsfirði frá Siglufirði samkvæmt samningi við HSN.  Björgunarsveitin Tindur hefur því sagt sig frá verkefninu, en ljóst var í upphafi að erfiðlega gæti reynst að manna teymið.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst áhyggjum sínum af stöðu sjúkraflutninga í Ólafsfirði og hefur samþykkt að boða forstjóra HSN á fund til þess að fara yfir málefni sjúkraflutninga og upplýsa ráðið um næstu skref.