Það voru Haukar sem fengu öll þrjú stigin í dag í leik Hauka og Tindastóls í 1. deild karla í knattspyrnu.

Það var fyrirliðinn Hilmar Trausti Arnarsson kom Haukum yfir gegn Tindastóli með marki beint úr hornspyrnu á 38. mínútu.

Markvörður Tindastóls, Arnar Magnús Róbertsson, fékk að líta rauða spjaldið á 80. mínútu fyrir að sýna dómaranum Þorvaldi Árnasyni löngutöng. Tindastólsmenn voru búnir með skiptingarnar sínar og því fór útileikmaðurinn Fannar Örn Kolbeinsson í markið.

Haukar komust svo í 2:0 í uppbótartíma gegn Tindastóli. Hilmar Trausti kom með boltann inn í vítateig eftir hornspyrnu og gaf á Magnús Pál Gunnarsson sem skoraði framhjá útileikmanninum Fannari Erni Kolbeinssyni sem fór í mark Tindastóls síðustu mínútur leiksins vegna rauða spjaldsins sem Arnar Magnús fékk.

Tveggja marka sigur Hauka staðreynd en Stólarnir bitu heldur betur frá sér í leiknum og komu skemmtilega á óvart með spilamennsku sinni og það er ljóst að þeir eru mun sterkari en búsist var fyrir fram við. Haukarnir áttu í erfiðleikum með að brjóta niður varnarmúr Tindastóls en mark Hilmars Trausta beint úr hornspyrnu gaf þeim aukið sjálfstraust og var forystu Hauka aldrei ógnað.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=126188#ixzz1uftwTK7P