ÍA vann öruggan 4-1 sigur á Tindastól í dag í Lengjubikarnum í knattspyrnu karla. ÍA komst í 2-0 með mörkum frá Eggerti Kára í upphafi leiks en Fannar Örn minnkaði muninn í 2-1 á 24 mínútu en lengra komust Tindastólsmenn ekki í þessum leik. Lið ÍA bætti svo við einu marki skömmu fyrir leikhlé og öðru marki um miðjan síðari hálfleik. Lokatölur urðu 4-1 fyrir Skagamenn.

1-0 Eggert Kári Karlsson (‘2)
2-0 Eggert Kári Karlsson (‘7)
2-1 Fannar Örn Kolbeinsson (’24)
3-1 Mark Doninger (’41)
4-1 Andri Adolphsson (’65)